
GSG: Rafn Stefán Rafnsson, GO sigraði á Febrúarmóti 2 hjá GSG – Myndasería
Maður gæti haldið að það hafi verið tvísýnt hvort golfmót færi fram í febrúar!!! í Sandgerði í dag því þykkur snjór lá yfir öllu á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Og þetta er það skrítna þegar keyrt er suður á bóginn til Sandgerðis að mest alla leiðina er maður í vafa um hvort nokkuð verði spilað jafnvel þó sagt hafi verið í tilkynningu frá GSG kl. 7:30: „Logn 4 stiga hiti ÞURRT OG SNJÓLAUST.“
… og viti menn þegar komið er til Sandgerðis þá er það einmitt svo… það var þurrt og snjólaust og dásamlegur Kirkjubólsvöllurinn þar sem spilað er á sumarflötum býður golfþyrstum kylfingum tækifæri til að munda kylfurnar meðan enn er vetur.
Fullt var í mótið í dag – 108 skráðir og 102 sem luku leik. HÉR MÁ SJÁ MYNDASERÍU ÚR FEBRÚARMÓTI GSG 24/2
Í mótinu í dag voru, sem á fyrri vetrarmótum GSG, veitt verðlaun fyrir efsta sætið í höggleik og 3 efstu sætin í punktakeppni með forgjöf. Sumir voru komnir langan veg til að spila mótinu eins og Fannar Ingi Steingrímsson, 13 ára, úr Hveragerði, sem stóð sig bara vel!
Sá sem sigraði á Febrúarmóti GSG í dag var Rafn Stefán Rafnsson, klúbbmeistari GO 2008 og 2011, en hann var á glæsilegum -2 undir pari vallar, 70 höggum. Rafn Stefán byrjaði illa fékk skramba, 7 högg, á 1. braut. Síðan fékk hann frábæran örn á 5. braut, 4 fugla og 1 skolla. Glæsilegt spil! Fyrir sigurinn fær Rafn Stefán úttekt í Golfbúðinni fyrir kr. 15.000,-
Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni með forgjöf, en þar var Rafn Stefán líka efstur á 38 punktum og tók ekki verðlaun, þar sem hann var þegar búinn að sigra höggleikinn. Efstur þeirra sem við verðlaunum tóku í punktakeppninni var Andrés Þórarinsson, GK, en hann var á glæsilegum 37 punktum.

Andrés Þórarinsson, GK, var efstur þeirra sem tóku verðlaun í punktakeppni á Febrúarmóti 2, hjá GSG, 24. febrúar 2012. Mynd: Golf 1.
Staða 15 efstu í punktakeppninni var eftirfarandi:
1 | Rafn Stefán Rafnsson | GO | -1 | F | 17 | 21 | 38 | 38 | 38 |
2 | Andrés Þórarinsson | GK | 9 | F | 16 | 21 | 37 | 37 | 37 |
3 | Þór Ríkharðsson | GSG | 1 | F | 16 | 21 | 37 | 37 | 37 |
4 | Guðmundur Einarsson | GSG | 11 | F | 17 | 19 | 36 | 36 | 36 |
5 | Hafþór Kristjánsson | GK | 6 | F | 17 | 18 | 35 | 35 | 35 |
6 | Sigurður Haukur Sigurz | GR | 7 | F | 14 | 20 | 34 | 34 | 34 |
7 | Fannar Ingi Steingrímsson | GHG | 4 | F | 16 | 18 | 34 | 34 | 34 |
8 | Hafþór Barði Birgisson | GSG | 2 | F | 16 | 18 | 34 | 34 | 34 |
9 | Ellert Arnbjörnsson | GK | 8 | F | 16 | 18 | 34 | 34 | 34 |
10 | Sigurður Gestsson | GR | 14 | F | 13 | 20 | 33 | 33 | 33 |
11 | Guðlaugur B Sveinsson | GK | 5 | F | 15 | 18 | 33 | 33 | 33 |
12 | Hörður Vilhjálmur Sigmarsson | GK | 13 | F | 16 | 17 | 33 | 33 | 33 |
13 | Atli Þór Karlsson | GSG | 9 | F | 18 | 15 | 33 | 33 | 33 |
14 | Ágúst Ársælsson | GK | 1 | F | 18 | 15 | 33 | 33 | 33 |
15 | Hans Guðmundsson | GO | 8 | F | 20 | 13 | 33 | 33 | 33 |
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða