Rafn Stefán Rafnsson, GO
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2012 | 18:55

GSG: Rafn Stefán Rafnsson, GO sigraði á Febrúarmóti 2 hjá GSG – Myndasería

Maður gæti haldið að það hafi verið tvísýnt hvort golfmót færi fram í febrúar!!! í Sandgerði í dag því þykkur snjór lá yfir öllu á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Og þetta er það skrítna þegar keyrt er suður á bóginn til Sandgerðis að mest alla leiðina er maður í vafa um hvort nokkuð verði spilað jafnvel þó sagt hafi verið í tilkynningu frá GSG kl. 7:30: „Logn 4 stiga hiti ÞURRT OG  SNJÓLAUST.“

… og viti menn þegar komið er til Sandgerðis þá er það einmitt svo… það var þurrt og snjólaust og dásamlegur Kirkjubólsvöllurinn þar sem spilað er á sumarflötum býður golfþyrstum kylfingum tækifæri til að munda kylfurnar meðan enn er vetur.

Fullt var í mótið í dag – 108 skráðir og 102 sem luku leik.  HÉR MÁ SJÁ MYNDASERÍU ÚR FEBRÚARMÓTI GSG 24/2 

Í mótinu í dag voru, sem á fyrri vetrarmótum GSG, veitt verðlaun fyrir efsta sætið í höggleik og 3 efstu sætin í punktakeppni með forgjöf. Sumir voru komnir langan veg til að spila mótinu eins og Fannar Ingi Steingrímsson, 13 ára, úr Hveragerði, sem stóð sig bara vel!

Fannar Ingi Steingrímsson, 13 ára, á Febrúarmóti 2, hjá GSG, 24. febrúar 2012. Mynd: Golf 1

Sá sem sigraði á Febrúarmóti GSG í dag var Rafn Stefán Rafnsson, klúbbmeistari GO 2008 og 2011, en hann var á glæsilegum -2 undir pari vallar, 70 höggum.  Rafn Stefán byrjaði illa fékk skramba, 7 högg, á 1. braut. Síðan fékk hann frábæran örn á 5. braut, 4 fugla og 1 skolla. Glæsilegt spil! Fyrir sigurinn fær Rafn Stefán úttekt í Golfbúðinni fyrir kr. 15.000,-

Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni með forgjöf, en þar var Rafn Stefán líka efstur á 38 punktum og tók ekki verðlaun, þar sem hann var þegar búinn að sigra höggleikinn.  Efstur þeirra sem við verðlaunum tóku í punktakeppninni var Andrés Þórarinsson, GK, en hann var á glæsilegum 37 punktum.

Andrés Þórarinsson, GK, var efstur þeirra sem tóku verðlaun í punktakeppni á Febrúarmóti 2, hjá GSG, 24. febrúar 2012. Mynd: Golf 1.

Staða 15 efstu í punktakeppninni var eftirfarandi:

1 Rafn Stefán Rafnsson GO -1 F 17 21 38 38 38
2 Andrés Þórarinsson GK 9 F 16 21 37 37 37
3 Þór Ríkharðsson GSG 1 F 16 21 37 37 37
4 Guðmundur Einarsson GSG 11 F 17 19 36 36 36
5 Hafþór Kristjánsson GK 6 F 17 18 35 35 35
6 Sigurður Haukur Sigurz GR 7 F 14 20 34 34 34
7 Fannar Ingi Steingrímsson GHG 4 F 16 18 34 34 34
8 Hafþór Barði Birgisson GSG 2 F 16 18 34 34 34
9 Ellert Arnbjörnsson GK 8 F 16 18 34 34 34
10 Sigurður Gestsson GR 14 F 13 20 33 33 33
11 Guðlaugur B Sveinsson GK 5 F 15 18 33 33 33
12 Hörður Vilhjálmur Sigmarsson GK 13 F 16 17 33 33 33
13 Atli Þór Karlsson GSG 9 F 18 15 33 33 33
14 Ágúst Ársælsson GK 1 F 18 15 33 33 33
15 Hans Guðmundsson GO 8 F 20 13 33 33 33