PGA: Viðtal við Martin Kaymer eftir tap hans fyrir Matt Kucher á heimsmótinu í holukeppni
Nr. 4 í heiminum, Þjóðverjinn Martin Kaymer er á leið heim eftir tap gegn Bandaríkjamanninum, Matt Kucher á heimsmótinu í holukeppni. Blaðafulltrúi PGA tók eftirfarandi viðtal við Kaymer eftir tapið:
Sp. Hvernig metur þú hring þinn og Matt Kuchar?
MARTIN KAYMER: Nú, Matt spilaði stöðugt golf. Hann gerði í raun enginn mistök, en ég gerði þó nokkur í dag, því miður. Ég fékk varla fugl á par-5 holunum að undanskilinni 2. holu. Ég fékk skolla á 8. holu þegar ég átti eftir 1 1/2 metra pútt, en þrípúttaði. Þannig að það voru mörg mistök af minni hálfu í dag.
Sp. Ekki bara mistök. Það virtist sem lega boltans væri þér sífellt óhagstæð. Stundum eru ákveðnir hlutir með manni sem hjálpa til og stundum er allt á móti manni.
MARTIN KAYMER: Nú stundum þarfnast maður örlítillar heppni. Mér finnst ekki virkilega að ég hafi verið óheppinn. Ég sló mikið af gæðahöggum, sérstaklega á fyrri 9. Ég missti í raun engin högg fyrr en kom að púttunum.
Og þegar maður þrípúttar af svona stuttu færi og hugsar um að vinna holuna þá endar maður bara á að tapa. Maður tapar ekki bara holunni heldur líka 2 stigum.
Þannig að þetta var erfiður dagur í dag. Matt, hann er stöðugur kylfingur. Ég vissi af því. Ég vissi að hann myndi spila gott golf án mistaka, en því miður gerði ég nokkur.
Sp. Hann (Kucher) spilaði vel á Masters í fyrra en þú náðir ekki niðurskurði og sagðir að þú yrðir að læra „draw-a.” Þú hefir tvö mót fyrir Masters. Hver er munurinn á þér sem kylfingi hvað varðar boltaflug á þessu keppnistímabili?
MARTIN KAYMER: Ég hugsa að ég sé allt öðruvísi núna – boltaflug mitt er beinna. Ég er með nýtt 3-tré og nýjan dræver. Þeir eru fullkomnir fyrir mig. Tilfinningin fyrir öllu er betri, Ég get mun auðveldar mótað boltaflugið. Þannig að ég er í allt öðru formi en í fyrra.
En ég er í löngu ferli. Ég sé framfarir í hverjum mánuði. Mér liður betur með stutta spilið mitt, með járnahöggin og drævin. Ég er á góðri leið, ég verð bara að æfa mikið og ég hugsa að brátt fari ég að spila vel.
Sp. Hvernig líður þér með „draw-in” fyrir Masters?
MARTIN KAYMER: Ég á ekki í nokkrum vandræðum með draw-in lengur. Ég er mjög ánægður. Ég hef unnið mikið í þeim. Ég varð að taka á þessu og veit að ég get slegið þessi högg. Eftir því sem kylfan er lengri þeim mun erfiðari eru höggin. Það er erfiðara að ná góðu draw-i með dræver eða 3-tré en járnunum. En mér hefir liðið betur með þetta eftir því sem mánuðurnir liðu, þannig að ég hef engar áhyggjur af Augusta í ár.
- janúar. 23. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2021)
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 12:00 Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann
- janúar. 22. 2021 | 11:58 Brooke Henderson endurnýjar samning við PING
- janúar. 22. 2021 | 10:00 PGA: Hagy sem kom í stað Jon Rahm leiðir e. 1. dag American Express
- janúar. 22. 2021 | 08:00 LPGA: Kang í forystu e. 1. dag Diamond Resorts TOC
- janúar. 21. 2021 | 19:30 Evróputúrinn: Rory efstur e. 1. dag í Abu Dhabi
- janúar. 21. 2021 | 18:00 Tiger ekkert of hrifinn af nýrri heimildarmynd um sig
- janúar. 21. 2021 | 15:49 Afmæliskylfingur dagsins: Davíð og Jónas Guðmundssynir og Rósa Ólafsdóttir – 21. janúar 2021
- janúar. 21. 2021 | 10:00 Orð Justin Thomas eftir að Ralph Lauren rifti styrktarsamningi við hann
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn