EPD: Stefán Már í 15. sæti og Þórður Rafn í 30. sæti á Al Maaden mótinu í Marokkó – báðir komust gegnum niðurskurð
Stefán Rafn Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR spiluðu báðir á 70 höggum í dag og komust í gegnum niðurskurð á Al Maaden mótinu í Marrakesh í Marokkó. Stefán Már er því samtals búinn að spila á -2 undir pari, 142 höggum (72 70) og deilir 15. sætinu með 5 öðrum kylfingum. Þórður Rafn er samtals búinn að spila á parinu spilaði á +2 yfir fyrri daginn og -2 seinni þ.e. 144 höggum (74 70) og deilir 30. sætinu 9 öðrum. Hann er í hóp þeirra kylfinga sem rétt komust í gegnum niðurskurð en hann var miðaður við parið. Í efsta sæti er Þjóðverjinn Marcel Haremza, sem búinn er Lesa meira
Myndaseríur og úrslit: ICELANDAIR GOLFERS OG VITAgolf, Íslandsmót 35+, 30. júní 2011
Hér, þetta mánudagssíðdegi birtast á Golf 1 síðustu myndir, sem teknar voru árið 2011 – eiginlega síðustu greinar í greinaröðinni horft yfir öxl á íslenska golfsumarið og golfhaustið, með tilheyrandi myndaseríum. Fyrst verða birtar myndir og helstu úrslit úr Íslandsmóti 35+ bæði í karla og kvennaflokki. Á morgun frá Íslandsmóti öldunga og í lok mánaðarins, miðvikudaginn 29. febrúar verða birtar myndir frá lokahófi GSÍ í Arionbanka, 10. september 2011. Íslandsmót 35+ fór að þessu sinni fram á 2 golfvöllum: karlarnir spiluðu í Kiðjabergi og konurnar í Öndverðarnesinu. Þátttakendur voru 119 í karlaflokki þetta árið og 52 í kvennaflokki. Hér má sjá myndaseríu frá 35+ í kvennaflokki, teknar í Öndverðanesinu, 30. Lesa meira
Íslandsmót 35+ – karlaflokkur, hjá GKB 30. júní 2011
Íslandsmót 35+, kvennaflokkur hjá GÖ – 30. júní 2011
Yani Tseng búin að vera 55 vikur í 1. sæti á Rolex-heimslista kvenkylfinga
Það er viku eftir viku gerð grein fyrir stöðunni á heimslista karla og minnstu hreyfingum á honum. En hver skyldi nú staðan vera á Rolex-heimslista kvenkylfinga? Hún er eftirfarandi þessa vikuna: 1 Yani Tseng 2 Na Yeon Choi 3 Suzann Pettersen 4 Cristie Kerr 5 Paula Creamer 6 Sun Ju Ahn 7 Jiyai Shin 8 Stacy Lewis 9 Ai Miyazato 10 I.K. Kim Eina breytingin er að IK Kim er komin á meðal efstu 10 vegna góðs gengis hennar í Singapore um helgina. Sú sem sigraði á HSBC Women´s Champions mótinu í Singapore, bandaríski kylfingurinn Angela Stanford hækkar sig um 3 sæti milli vikna fer úr 17. sætinu og er Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jessica Korda – 27. febrúar 2012
Afmæliskylfingur dagsins er bandarísk/tékkneski kylfingurinn Jessica Korda. Jessica er fædd 27. febrúar 1993 og er því 19 ára í dag. Jessica á sama afmælisdag og kólombíski kylfingurinn Mariajo Uribe, en hún á 22 ára afmæli í dag, þ.e. er fædd 27. febrúar 1990. Jessica komst í golffréttirnar fyrir skemmstu þegar hún vann fyrsta sigur sinn á LPGA: Women´s Australian Open, þegar hún stóð sig best í 6 kvenkylfinga umspili. Jessica er dóttir tennisspilaranna Korda Petr Korda og Regina Rajchrtová. Petr Korda vann m.a. Grand Slam í einliðaleik Australian Open 1998, þannig að Ástralía hefir reynst þeim feðginum góð! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jóhann Björn Elíasson f. 27. febrúar 1971 Lesa meira
PGA: Allt sem Hunter Mahan vill eftir sigurinn er að hvíla sig!
Hunter Mahan sagði eftir sigurinn að hann hefði ekki eitt einni hugsun um að spila úrslitaleikinn öll athygli hans hefði verið á leik sínum við Mark Wilson, sem hann vonast til að verði félagi sinn í Ryder Cup n.k. haust. „Ef maður hugsar of mikið fram í tímann,“ sagði Mahan „þá er það ávísun á ósigur.“ Mahan bjóst ekkert endilega við að Wilson yrði andstæðingur sinn í undanúrslitunum. Í rauninni þegar Mahan komst í úrslitin hafði hann aðeins eitt markmið að forða því að McIlroy yrði nr. 1. á heimslistanum. Hann vildi reyndar að hvorugur Westwood og McIlory yrðu nr. 1. „Innst inni vildi ég fresta krýningu Rory á að Lesa meira
Rory tjáir sig um úrslitaviðureignirnar á Accenture heimsmótinu í holukeppni
Stuttu eftir að Rory vann nr. 3 í heiminum Lee Westwood 3&1 í æsispennandi keppni sem stóð fyllilega undir væntingum varð hann að spila til úrslita við Hunter Mahan á Dove Mountain. Hann virtist fremur orkulaus og virtist ekkert vakna fyrr en á 11. holu og þrátt fyrir að ná upp einhverri skerpu tapaði hann fyrir Mahan. „Ég var svo tilbúinn í undanúrslitin nú í morgun“ sagði Rory við fréttamenn eftir sigurinn á Lee. „Það er frábært að komast áfram (í úrslitin.“ „En ég sagði það í gær hér (á blaðamannafundi fyrir leikina) að það yrði erfitt að spila seinni leikinn.“ „Ég reyndi að gera það besta sem ég gat en Lesa meira
PGA: Hunter Mahan er nýr heimsmeistari í holukeppni – nr. 22 á heimslistanum vann nr. 2
Það var allt jafnt fram að 6. holu þar sem Hunter Mahan vann holuna og síðan 7. og síðan 8. holu. Á 9. holu var Hunter Mahan búinn að vinna 3 holur. Og enn vann hann 10. holuna. Á 11. kom Rory aðeins tilbaka minnkaði forskot Hunter Mahan í 3 holur og síðan í 2 holur á 14. braut. Hunter átti 2 holur á Rory á 16. holu. Þá þurfti Rory að setja niður 10 metra pútt til þess að halda sér í leiknum en það tókst ekki og því er nýr heimsmeistari í holukeppni Hunter Mahan. Hann vann nr. 2 í heiminum, Rory McIlory 2&1. Það verður fróðlegt að Lesa meira
EPD: Stefán Már og Þórður Rafn hafa lokið 1. hring á El Maaden Classic í Marrakesh
Í dag hófst í Marrakesh í Marokkó, Al Maaden Classic mótið sem er hluti af þýsku EPD-mótaröðinni. Mótið stendur dagana 26.-28. febrúar n.k. Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR, eru á meðal keppenda. Stefán Már kom í hús á 72 höggum, þ.e. á parinu. Hann fékk frábæran örn á 1. braut, en því miður líka 3 skolla og svo 1 fugl á 7. braut. Stefán Már deilir 31. sæti ásamt 11 öðrum kylfingum. Þórður Rafn Gissurarson spilaði á +2 yfir pari, 74 höggum. Hann fékk tvo fugla, en líka tvo skolla og skelfilega skramba á 10. braut. Eftir 1. hring deilir Þórður Rafn 54. sæti ásamt 13 Lesa meira








