Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2012 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn er „King Fisher Society Student Athlete of the Week“ hjá Wake Forest – Myndskeið

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er „King Fisher Society Student Athlete of the Week“ hjá Wake Forest háskólanum sínum en nafnbótin er veitt þeim íþróttamanni, sem jafnframt skarar fram úr námslega séð. Tekið var viðtal við Ólafíu Þórunni í tilefni útnefningarinnar sem fer hér í lauslegri þýðingu:

Sp.: Ólafía Þórunn tölum fyrst um námið þitt, þú hefir valið þér hagfræði, segðu mér frá því af hverju þú valdir hagfræði og hvaða fög þú valdir þér eða hlakkar til að takast á við?

Ólafía Þórunn: Ég valdi hagfræði vegna þess að þá þarf ég ekki að fást með mikið á ensku. Ég er betri í stærðfræði. Ég er líka í leiklist og framsögunámi til þess að takast á við hræðslu mína að tala fyrir framan almenning

Sp: Er það (hræðslan við að tala fyrir framan almenning) vegna tungumálsins eða er það bara persónuleiki þinn?

Ólafía Þórunn: Nei, það er bara ég.

Sp.: Þér finnst ekkert gaman af því að tala opinberlega eða frammi fyrir fólki?

Ólafía Þórunn: Já.

Sp.: Þú stendur þig vel… tölum meir um námið þitt, það er erfitt hér (námið) í Wake Forest þannig hvernig skipuleggurðu tímann þinn milli þess að vera íþróttamaður og því að fást við erfitt heimanámið, hvernig gerir þú það?

Ólafía Þórunn: Maður verður bara að vera skipulagður og sumar nætur eru langar (þ.e. unnið er langt fram eftir) og síðan vaknar maður snemma.. já ég hugsa að það sé allt og sumt.

Sp.: Ég get ímyndað mér að hagfræði sé ekki léttasta fagið hér í Wake Forest – Geturðu talað aðeins um hversu erfitt þú telur að það (námið)  muni verða?

Ólafía Þórunn: Ég held að það verði fínt ef ég vinn mikið.

Sp.: Tölum svolítið um golf – segðu mér aðeins frá því nú þegar þú ert á 2. ári hver helsti munurinn er á því og að vera á 1. ári?

Ólafía Þórunn: Það var erfitt að venjast öllu á 1. ári þ.e. fögunum og veðrið var svo ólíkt – nú hef ég meiri reynslu og aðeins vitrari í golfleik mínum.

Sp: Hver er helsti munurinn á golfvöllunum sem þú hefir spilað á Íslandi og hér í suðurhluta Bandaríkjanna, er það grasið er það „layout-ið“ á vellinum, hver er helsti munurinn?

Ólafía Þórunn: Það er „layout-ið“ það er meira af trjám og líka grasið, eins og Bermúda gras, ég hafði aldrei spilað á Bermúda grasi áður og það var erfitt.

Sp.: Maður verður að vera á braut ekki satt?

Ólafía Þórunn: Jú.

Sp.: Talaðu aðeins um liðið og hvers þú hlakkar til á komandi vori, augljóslega er Cheynne Woods kannski í forystuhlutverki í liðinu, lítirðu upp til hennar, hefir hún hjálpað þér, hvernig er dýnamíkin í liðinu?

Ólafía Þórunn: Við erum ágætislið, við erum með 4 nýjar, Cheyenne er svo sannarlega í forystuhlutverki, við lítum allar upp til hennar, hún gefur okkur góð ráð og er góð fyrirmynd.

Sp.: Talaðu um golfleik þinn, hver eru atriðin sem þú telur þig leggja til liðsins, þ.e. hvað þú gerir vel og hjálpar liðinu?

Ólafía Þórunn: Ég veit ekki… ég er afslöppuð og líklega fæ ég hinar til að slappa af…

Sp: Þú hefir notið velgengni heima á fyrir á Íslandi, hjálpar það þér á vellinum að slappa af og spila besta golfið þitt?

Ólafía Þórunn: Það veitir mér svo sannarlega sjálfsöryggi, þannig já.

Sp: Til hamingju með af vera King Fisher Society Student Athlete okkar þessa vikuna og gangi þér vel í náminu og á golfvellinum.

Ólafía Þórunn: Þakka þér fyrir.

Sp.: Þetta var King Fisher Society Student Athlete vikunnar, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Til þess að sjá myndskeið með viðtalinu við Ólafíu Þórunni smellið HÉR: