Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2012 | 04:30

PGA: Summerhayes leiðir á Mayakoba Golf Classic eftir 3. dag – Myndskeið með hápunktum 3. dags

Það er nýliðinn á PGA Tour Daniel Summerhayes sem leiðir fyrir lokadag Mayakoba Golf Classic. Summerhayes er samtals búinn að spila á -12 undir pari, samtals 201 höggi (69 65 67).

„Á morgun ætla ég bara að reyna og gera sömu hluti og ég hef verið að gera alla vikuna,“ sagði m.a. Summerhayes eftir 3. hring. „Ég ætla að reyna að slá vel með drævernum. Mér líður vel með sveiflunni minni, þannig að ég vel mér skotmörkin….“

Í 2. sæti, 2 höggum á eftir er Chris Stroud, á samtals -10 undir pari, samtals 203 höggum (69 68 68).

Þriðja sætinu deila Will Claxton og Michael Allen á -8 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Mayakoba Golf Classic eftir 3. dag smellið HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Mayakoba Golf Classic smellið HÉR: