Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2012 | 05:00

PGA: Úrslitaleikurinn á heimsmótinu í holu- keppni verður Rory eða Lee g. Mark eða Hunter – Myndskeið: hápunktar og högg 4.dags

Það dregur nær úrslitaleiknum á Accenture heimsmótinu í holukeppni, sem fram fer á Dove Mountain í Marana, Arizona í Bandaríkjunum.

Bandaríkjamaðurinn Mark Wilson vann Danann Anders Hanson 4&3 og Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan vann Matt Kuchar sannfærandi 6&5 og mætast Wilson og Mahan í undanúrslitum og því ljóst að Bandaríkjamaður spilar til úrslita í mótinu.

Rory McIlroy lagði PGA nýliðann Bae Sang-moon 3&2 og Lee Westwood vann Skotann Martin Laird 4&2 og mætast McIlroy og Westwood og því ljóst að Englendingur leikur til úrslita á mótinu.

Til þess að sjá stöðuna á heimsmótinu í holukeppni smellið HÉR:

Til þess að sjá myndskeið með hápunktum 4. dags á heimsmótinu í holukeppni, smellið HÉR:

Til þess að sjá högg 4. dags á heimsmótinu í holukeppni, sem Rory McIlroy átti, smellið HÉR: