
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2012 | 12:00
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurður Arnar Garðarsson – 26. febrúar 2012
Þau leiðu mistök áttu sér stað að afmælisgrein, skrifuð um Sigurð Arnar Garðarsson, GKG, birtist 4 dögum fyrir raunverulegan afmælisdag Sigurðar Arnars. Golf 1 biður Sigurð Arnar og fjölskyldu hans afsökunar á þessum leiðu mistökum og því ónæði, sem af því kann að hafa hlotist. Hið rétta er að Sigurður Arnar á afmæli í dag, 26. febrúar 2012!!! Verður afmælisgrein Sigurðar Arnars því birt aftur í dag leiðrétt:
Sigurður Arnar er fæddur 26. febrúar 2002 og á því 10 ára stórafmæli í dag! Sigurður Arnar byrjaði að spila golf 2 ára gamall og má sjá skemmtilegt viðtal, sem blaðamaður Mbl. tók við afmæliskylfinginn fyrir 2 árum HÉR:
Í viðtalinu við Mbl. kom fram að Sigurður Arnar teldi púttin vera sína veiku hlið, en það hefir eitthvað breyst á 2 árum, því í dag leiðir hann „í sínum aldurflokki“, 12 ára og yngri (Sigurður Arnar enn að spila við kylfinga 2 árum eldri en hann!) á púttmótaröð barna- og unglinga hjá GKG, eftir 3 umferðir (en alls verða 9 spilaðar, sjá stöðuna HÉR:). Ýmislegt annað hefir líka breyst. Í dag er Sigurður Arnar t.a.m búinn að koma sér niður í 13,5 í forgjöf aðeins 10 ára!!!

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, (t.h.) á móti Áskorendamótaraðar GSÍ 18. júní 2011 í Sandgerði. Mynd: Golf 1.
Sigurður Arnar spilaði á Áskorendamótaröð GSÍ á sl. sumri og stóð sig mjög vel þar, sigraði m.a. á 5. mótinu á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ, 13. ágúst 2011, á 77 höggum.
Í fyrrasumar tók Sigurður Arnar einnig þátt í nokkrum opnum mótum og er t.d. mjög eftirminnileg frammistaða hans á Bylgjan Open, sem var tveggja daga mót á Leirdalsvelli, heimavelli Sigurðar Arnars, með niðurskurð eftir fyrri daginn. Þátttakendur voru 198 og Sigurður Arnar gerði sér lítið fyrir og varð í 2. sæti á mótinu með 73 punkta, 38 fyrri daginn og 35 seinni.
Sigurður Arnar á ekki langt að sækja golfgenin en foreldrar hans eru Garðar Ólafsson og Ragnheiður Sigurðardóttir. Ragnheiður, GKG, spilaði m.a. á Eimskipsmótaröðinni í sumar og í móti 35+. Eins er bróðir hans, Ragnar Már m.a. Einvígismeistari unglinga í Mosfellsbæ 2011, klúbbmeistari Kiðjabergs 2011 og Íslandsmeistari í höggleik í flokki 15-16 ára 2011 (sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Ragnar Má með því að smella HÉR:)
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: James Russell Ahern 26. febrúar 1949
(63 ára) og Katherine Hull, 26. febrúar 1982 (30 ára stórafmæli!!!)
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum innilega til hamingju með 10 ára stórafmælið og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag til hamingju með daginn!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ
- janúar. 19. 2021 | 19:00 GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020
- janúar. 19. 2021 | 18:00 Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald
- janúar. 19. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood – 19. janúar 2021
- janúar. 19. 2021 | 10:00 PGA: Jon Rahm dregur sig úr móti vikunnar
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?
- janúar. 18. 2021 | 01:30 PGA: Na sigraði á Sony Open
- janúar. 18. 2021 | 00:01 Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila
- janúar. 17. 2021 | 21:00 GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020