
Hver er Kirsty Gallacher í golfinu?
Kirsty er dóttir golfsnillingsins og fyrrum Ryder Cup fyrirliðans Bernard Gallacher (vann 22 sigra sem atvinnumaður þar af 10 á Evróputúrnum). Kirsty fæddist í Edinborg í Skotlandi 21. janúar 1976 og er því nýorðin 36 ára. Hún á sama afmælisdag og Jack Nicklaus og Alvaro Quiros. Kirsty ólst upp á Wentworth golfstaðnum, þegar pabbi hennar þáði stöðu golfkennara þar. Hún hefir starfað sem módel og þátttarstjórnandi í bresku sjónvarpi.
Kirsty og Tiger eru miklir vinir og hafa verið það lengi, svo miklir að hún varð ítrekað að bera af sér sögusagnir um að hún væri ein af hjákonum hans. Kirsty lýsti sambandi þeirra Tiger svo í viðtali við The Sun árið 2000: „Við erum bæði á svipuðu reki og fellur vel við sömu hlutina. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur – hann er yndislegur, góður og hæfileikaríkur maður. Svo ekki sé minnst á alveg ótrúlega sætur. Í hvert sinn sem hann er hér (í Englandi) hringir hann í mig. Ég er ekkert upp með mér út af því og hugsa ekki „Vá, þetta er Tiger í símanum.“ Ég hugsa bara um hann sem vin minn Tiger.
Í dag er Kirsty gift rugbyleikmanninum Paul Sampson og saman eiga þau 2 börn: Oscar f. 2006 og Jude Sidney f. 2010.
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open
- mars. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafn Arnarson –—- 15. mars 2023