Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2012 | 23:00

GG: Davíð Gunnlaugsson, GKJ og Sigurður Þór Birgisson GG sigruðu á Skálamóti GG

Í tilefni af veðurblíðunni hélt Golfklúbbur Grindavíkur, svokallað Skálamót í dag, laugardag 25. febrúar 2012. Mótið hófst kl. 11:00 og voru allir ræstir út samtímis. Leikið var á sumarflötum. Öll innkoma af mótinu rann til nýs golfskála þeirra GG manna.  Mótið var punktamót með forgjöf og mættu á 4. tug kylfinga til leiks.

SJÁ MÁ MYNDASERÍU FRÁ SKÁLAMÓTI GG 24/2 2012  MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR:

Helstu úrslit urðu þau að Davíð Gunnlaugsson, GKJ, sigraði höggleikinn – spilaði á pari Húsatóftavallar 71 höggi.  Hávarður Gunnarsson, GG, hlaut nándarverðlaun á 13. braut; var aðeins 50 cm frá holu.

Helstu úrslit í punktakeppni urðu eftirfarandi:

1. sæti Sigurður Þór Birgisson, GG, 41 pkt.

2. sæti Halldór Einir Smárason, GG, 41 pkt.

3. sæti Björn Pálsson, GG, 38 pkt.