Golfvellir á Spáni: í Cádiz: nr. 5 – Arcos Gardens – 2. grein af 4
Fyrir þá sem eru að fara að spila golf í Arcos Gardens er kannski fróðlegt að vita nokkrar staðreyndir um bæinn sem er rétt hjá golfstaðnum, bæinn hvíta Arcos de la Frontiera. Þar búa 28.000 manns og bærinn er sífellt að verða mikilvægari í efnahagslegu tilliti í Cádiz. Þetta er forn bær og hafa margir þjóðflokkar gist þar. Rómverjar gáfu bænum nafn sitt, en Arcos dregur nafn sitt af hinu rómverska Arx-Arcis” (virkið á hæðinni); Múslimir settu mark sitt á arkítektúr Arcos og síðan komu Kristnir sem mynduðu kastalakonungsveldi (ens. a Castilla kingdom). Það eru margar þjóðsögur til um Arcos, m.a. vegna glæstrar sögu bæjarins og menningar og flestar tengjast kastalanum Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour: nr. 25 – Tommy Biershenk
Tommy Biershenk fæddist í Spartanburg, Suður-Karólínu, 10. september 1973 og er því 38 ára. Hann á í dag, heima í Boiling Springs Suður-Karólínu. Á háskólaárum sínum spilaði hann golf með golfliði Clemson University og útskrifaðist með kennsluréttindi og gráðu í mannauðsstjórnun 1997. Eftir útskrift vann hann m.a. sem sölumaður golfbíla. Árið 2011 spilaði hann á Nationwide Tour og var besti árangur hans að verða tvívegis í 4. sæti. Nú í desember varð hann í 5. sæti ásamt þeim Jarrod Lyle og Vaughn Taylor á Q-school PGA. Nokkrir fróðleiksmolar um Tommy Biershenk: Golfþjálfarinn hans er Ricky Sullivan. Uppáhaldsgolfvöllurinn hans er í Quail Hollow Club en hann myndi langa til þess að spila Lesa meira
Japanska LPGA: Airi Saitoh sigraði á Daikin Orchid Ladies
Hún Airi Saitoh var tiltölulega óþekkt þar til á sunnudaginn síðastliðinn þegar hún sigraði á 1. móti japanska LPGA á 2012 keppnistímabilinu, Daikin Orchid Ladies. Þetta er aðeins 9. mót hennar sem atvinumanns og fyrsti sigur þessarar 22 ára japönsku stúlku. Airi lenti í umspili við Yuko Mitsuka og vann þegar Mitsuka missti innan við 1 metra parpútt sitt á 2. holu umspilsins. Airi fékk tvo skolla á síðustu holur hefðbundnu 54 holu hringjanna 3 og því varð að koma til umspils milli hennar og Mitsuka og Ji Hee Lee frá Suður-Kóreu. Allar 3 voru á -10 undir pari, samtals 206 höggum. Lee datt þegar út á 1. holu umspils þegar Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Rory McIlroy? 5. grein af 8.
Atvinnumaðurinn Rory Hér í síðustu 4 greinunum um Rory verður farið í það helsta sem upp úr stendur á ferli Rory McIlroy, nr. 1 í heiminum, sem atvinnumanns: 2007 Rory McIlroy varð atvinnumaður 17 ára, nánar tiltekið 19. september 2007, sem var daginn fyrir Quinn Direct British Masters. Hann skrifaði undir samning við ISM fyrirtæki Chubby Chandler. Á Quinn Direct British Masters var Rory á heildarskori upp á 290 högg (+2) og varð T-42. Hann varð í 3. sæti á Alfred Dunhill Links Championship í október. Hann varð sá yngsti í sögu Evrópumótaraðarinnar til þess að hljóta kortið sitt, sem svonefndur „associate member.“ Í næstu viku tryggði hann kortið sitt Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Erla Þorsteinsdóttir – 8. mars 2012
Það er Erla Þorsteinsdóttir, GS, sem er afmæliskylfingur dagsins. Erla fæddist 8. mars 1978 og er því 34 ára í dag. Erla útskrifaðist frá PGA Íslandi 2011 og var sama ár ráðin íþróttastjóri GS. Þar áður kenndi Erla golf í MP Akademíunni í Oddinum með Magnúsi Birgissyni og Phill Hunter. Erla kennir nú golf við Golfklúbb Suðurnesja og þeir sem vilja bóka tíma í golfkennslu hjá Erlu geta haft samband við hana í síma 899-2955 eða á netfangið erlagolf@gmail.com. Kærasti Erlu er Gunnar Jóhannsson. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jónmundur Guðmarsson F. 8. mars 1968 (44 ára) Eggert Bjarnason F. 8. mars 1978 (34 ára) Golf 1 Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Amy Alcott?
Amy Alcott hlýtur þann heiður að hanna nýja Ólympíugolfvöllinn í Ríó ásamt Gil Hanse. En hver er þessi Amy Alcott? Amy Alcott fæddist í Kansas City, Missouri, 22. febrúar 1956 og er því 56 ára. Amy varð atvinnumaður í golfi 1975 og komst strax á LPGA. Hún hefir sigrað 33 mót á ferli sínum, þ.á.m. 29 á LPGA og þar af 5 risamót: Kraft Nabisco 1983, 1988 og 1991; du Maurier Classic, 1979 og US Women´s Open 1980. Jafnframt varð hún í 2. sæti tvívegis á LPGA Championship risamótinu. Árið 1973 vann Amy US Girls Junior Amateur og 18 ára gerðist hún eins og áður segir atvinnumaður, 1975. Fyrsta sigur Lesa meira
PGA: Öll stóru nöfnin eru með á Cadillac heimsmótinu, sem hefst á Doral í Flórída í dag
Öll stærstu nöfnin í golfinu eru með á Bláa Skrímslinu í Miami, í Flórída, þar sem Cadillac heimsmótið hefst í dag. Meðal keppenda eru Rory McIlroy nr. 1 á heimslistanum og Luke Donald, sem spennandi verður að fylgjast með, þ.e. hvort honum tekst að endurheimta 1. sætið á heimslistanum af Rory. Lee Westwood er líka geysisterkur, með 8,19 stig á heimslistanum, Luke er með 8,97 stig á heimslistanum og Rory, 9,29 – spurning hvort Lee nái 2.sætinu? Fyrir mótið var haldinn blaðamannafundur með Tiger Woods, sem sjá má með því að smella HÉR: Phil Mickelson segist bara vera ánægður að vera aftur meðal félaga sinna og væri að spila vel Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi varð í 24. sæti á Richard Rendleman Inv. í gær
Í gær lauk Richard Rendleman Invitational háskólamótinu í Salisbury Norður-Karólínu, en mótið fór fram 6.-7. mars 2012. Meðal þáttakanda var Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2011, Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, sem spilaði með liði sínu, Belmont Abbey. Arnór Ingi spilaði á +7 yfir pari, samtals 149 höggum (77 72) og deildi 24. sætinu ásamt 6 öðrum. Adam Hedges í liði Belmont Abbey spilaði best allra, varð efstur í mótinu á -3 undir pari, 139 höggum (71 68). Matt Foster lék næstbest af liði Belmont Abbey, varð T-19 á +5 yfir pari, 147 höggum (78 69). Arnór Ingi var á 3. besta skori Belmont Abbey, en lið háskólans varð í 6. sæti Lesa meira
PGA: Paul Casey tekur þátt í Cadillac heimsmótinu í Flórída í dag – í 1. sinn eftir axlarmeiðslin í snjóbrettaslysinu
Paul Casey tíar upp á WGC-Cadillac Championship, sem hefst í dag, án þess að búast við miklu af sér á þessu fyrsta móti sínu þetta árið. Casey, 34 ára, hefir ekki spilað golf eftir að hann fór úr axlarlið í snjóbrettaslysi á jóladag. Á dagskrá hjá Casey er hins vegar að vera kominn í form fyrir Masters í apríl. „Væntingar mínar eru ansi lágar,“ sagði Englendingurinn (Casey) sem er í fyrsta ráshóp í dag ásamt Alexander Noren, frá Svíþjóð og Greg Chalmers, frá Ástralíu. „Mér líður vel í öxlinni. Hún er komin 90% í lag, sem er nógu gott til að slá bolta og fara á völlinn aftur.“ „Ég gekk Lesa meira
Golfvellir á Spáni: í Cádíz nr. 5 – Arcos Gardens – 1. grein af 4
Það er spurning hverju hægt er að bæta við kynningu um golfstaðinn dásamlega í Cádiz: Arcos Gardens? Búið er að skrifa 3 greinar á skömmum tíma um Arcos Gardens, hér á Golf 1,sem lesa má hér: Arcos grein 1 Arcos grein 2 Arcos grein 3 Svarið við spurningunni er sáraeinfalt, það er endalaust hægt að skrifa um jafnyndislegan stað og Arcos Gardens. Hér fer fyrsta af nýjum 4 greinum um þennan frábæra golfstað. Í fyrstu greininni er ætlunin að vera með leiðarvísi um sérhverja braut Arcos Gardens, sem e.t.v. kemur einhverjum heppnum, sem spila golf á Arcos Gardens nú um páskana að góðum notum hafi þeir ekki spilað völlinn áður, en Lesa meira









