Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2012 | 17:00

Japanska LPGA: Airi Saitoh sigraði á Daikin Orchid Ladies

Hún Airi Saitoh var tiltölulega óþekkt þar til á sunnudaginn síðastliðinn þegar hún sigraði á 1. móti japanska LPGA á 2012 keppnistímabilinu, Daikin Orchid Ladies. Þetta er aðeins 9. mót hennar sem atvinumanns og fyrsti sigur þessarar 22 ára japönsku stúlku. Airi lenti í umspili við Yuko Mitsuka og vann þegar Mitsuka missti innan við 1 metra parpútt sitt á 2. holu umspilsins.

Airi fékk tvo skolla á síðustu holur hefðbundnu 54 holu hringjanna 3 og því varð að koma til umspils milli hennar og Mitsuka og Ji Hee Lee frá Suður-Kóreu.  Allar 3 voru á -10 undir pari, samtals 206 höggum.

Lee datt þegar út á 1. holu umspils þegar henni tókst ekki að fá fugl eins og japönsku stöllunum. Því var par-5 18. brautin spiluð aftur.

Eftir sigurinn sagði Saitoh: „Ég er svo hamingjusöm og þetta er ótrúlegt. Ég bjóst aldrei við að Mitsuka-san myndi missa pútt eins og þetta, ég var þegar farin að hugsa um hvað ég ætti að gera á 3. holu umspilsins. Ég var svo undrandi að sjá hvað gerðist.“ Fyrir sigur sinn hlaut Airi Saitoh 14.4 milljón yen.

(Þegar er farið að tala um Airi sem næstu Ai!)

Heimild: ALPG