Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2012 | 22:00

PGA: Betri helmingar PGA-kylfinganna – myndasería

Á ensku er oft talað um þær sem WAG´s (ens. Women and Girlfriends).  Þetta eru betri helmingar PGA kylfinganna. Hér í meðfylgjandi myndaseríu gefur m.a. að líta Ellie Day eiginkonu Jason Day og Allison Michelletti, kærestu Martin Kaymer. Alls eru birtar 13 myndir af eiginkonum og kærestum PGA kylfinga, sumar þekktari en aðrir. Sjá má myndaseríu með WAG-unum með því að smella HÉR:  Heimild: Golf.com

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2012 | 21:30

Golfvellir á Spáni: í Cádiz: nr. 5 – Arcos Gardens – 3. grein af 4

Í kvöld er ætlunin að halda sér á sögulegu nótunum, þar sem það virtist falla í góðan jarðveg meðal lesenda Golf1.is í gær. Hins vegar verður nú nánar farið í sögu golfstaðarins Arcos Garden og bóndabæjarins Cortijo Fain, sem golfstaðurinn er byggður á. Saga Cortijo nær aftur til Doña Ana María Trujillo Coronado & Torres tímans, en hann afleiddi  Santa Catalina Mártir skólann að bænum, en skólinn var stofnaður  1653. Skólinn varð síðan eign La Compañía de Jesús, en prestar þeirrar reglu settu m.a. forna flís frá 17. öld á hægri hlið kapellunnar, þegar komið er í anddyri Cortijo hluta Arcos Garden, en á flísinni er stofnandi reglunnar San Ignacio de Loyola. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2012 | 20:30

Bandaríska háskólagolfið: Berglind Björns- dóttir spilaði á 79 höggum á 1. degi JMU Eagle Landing Invite

Í dag hófst í Eagle Landing Golf Club í Orange Park, Flórída JMU Eagle Landing Invite mótið. Þátttakendur eru 101 frá 18 háskólum, þ.á.m. Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG. Berglind spilaði 1. hring á +7 yfir pari, 79 höggum. Berglind fékk 6 skolla, 1 skramba og 1 fugl á hringnum.  Enn eiga nokkrar eftir að ljúka leik og því ekki hægt að segja með nákvæmni til um sætið sem Berglind verður í eftir 1. dag, en sem stendur deilir hún 66. sæti með 11 öðrum.  Sem stendur deilir UNCG háskólalið Berglindar 9. sætinu með 2 öðrum háskólum, en sem segir getur sætisröðun enn breyst nokkuð því sem líður á kvöldið. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2012 | 20:05

Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn í 71. sæti á Seminole Intercollegiate eftir 1. dag

Í dag hófst á Southwood golfvellinum, í Tallahassee, Flórída, Seminole Intercollegiate í bandaríska háskólagolfinu. Þátttakendur eru 96 frá 18 háskólum og þeirra á meðal er Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte. Ólafur Björn spilaði 1. hring á +5 yfir pari í dag, 76 höggum. Hann fékk 2 skramba, 2 fugla og 3 skolla á hringnum. Ólafur Björn deilir sem stendur 71. sætinu með 9 öðrum kylfingum. Charlotte deilir 4. sætinu með Kennesaw State, en liðsfélögum Ólafs Björns gekk vel í dag – bestir í liðinu voru Raoul Menard og Paul Ferrier, deila 6. sætinu ásamt öðrum í einstaklingskeppninni á -2 undir pari, 69 höggum. Golf 1 óskar Ólafi Birni góðs Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2012 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2012: nr. 26 – Seung-yul Noh

Nú fer að líða að lokum kynningar á strákunum 29, sem fengu kortið sitt fyrir 2012 keppnistímabilið í gegnum Q-school PGA í La Quinta, Kaliforníu í desember s.l.  Bara á eftir að kynna 4 efstu strákana og tveir þeirra deildu 3. sætinu að þessu sinni þeir: T3 T13 Bobby Gates (NT) -6 F -15 67 70 68 73 73 66 417 T3 T9 Seung-yul Noh (NT) -5 F -15 69 72 64 72 73 67 417 Byrjað verður á að kynna Seung-yul Noh frá Suður-Kóreu. Seung-yul fæddist í Gangwon-do í Suður-Kóreu, 29. maí 1991 og er því 20 ára. Seung-yul byrjaði að spila golf 7 ára eftir að pabbi hans gaf honum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2012 | 14:00

Hver er kylfingurinn: Rory McIlroy? 6. grein af 8.

Hér verður áfram farið í það helsta sem upp úr stendur á ferli Rory McIlroy, nr. 1 í heiminum, sem atvinnumanns: 2010 Rory McIlroy á æfingahring fyrir PGA Championship. Árið 2010 varð Rory fyrst í 3. sæti á Abu Dhabi Golf Championship. Honum tókst ekki að verja titil sinn í Dubai Desert Classic 2010, en varð T-5, eftir lokhring upp á 73 högg. Á heimsmótinu í holukeppni 2010 vann Rory Kevin Na 1&0 á fyrsta hring en tapaði síðan í umspili gegn Oliver Wilson. Eftir heimsmótið í holukeppni tók Rory sér frí vegna meiðsla í baki. Eftir 2 vikna hlé tók Rory þátt í Honda Classic og varð  í 40. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2012 | 11:35

Afmæliskylfingur dagsins: Sigursteinn Árni Brynjólfsson – 9. mars 2012

Það er Sigursteinn Árni Brynjólfsson sem er afmæliskylfingur dagsins, en Sigursteinn er fæddur 9. mars 1972 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Sigursteinn hefir tekið þátt í nokkrum opnum mótum með góðum árangri m.a. Spanish Open móti til styrktar þeim Arnari Snæ Hákonarsyni og Þórði Rafn Gissurarsyni, 2010 en þá varð Sigursteinn 2. sæti (í fgj.flokki 8,5-24) á 38 glæsilegum punktum. Sigursteinn starfar hjá Samskip og er trúlofaður Sóley Berglindi Erlendsdóttur. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Stuart Grosvenor Stickney (f. 9. mars 1877 – d. 24. september 1932),  Marlene Streit (Kanada), 9. mars 1934 (78 ára)… og… Örvar Þór Guðmundsson F. 9. mars 1977 (35 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2012 | 10:45

PGA: Hvítblæði hefir tekið sig upp hjá PGA nýliðanum Jarrod Lyle – hann fær að sjá nýfætt barn sitt áður en hann hefur meðferð

Golf 1 kynnti nú nýlega  ástralska kylfinginn Jarrod Lyle, sem einn af „nýju strákunum 29 á PGA Tour 2012″ (Sjá HÉR:). Jarrod hefir þurft að glíma við krabbamein, nánar tiltekið hvítblæði og það hefir tekið sig upp að nýju. Jarrod kvæntist s.l. desember kærestu sinni til margra ára Briony og eiga þau nú  von á fyrsta barni sínu. (Sjá HÉR:) Jarrod Lyle mun fá að sjá nýfætt barn sitt áður en hann hefur baráttu sína við krabbameinið í 2. sinn. Eiginkona hans Brinoy mun verða sett af stað  í dag eða á morgun í Shepparton í Viktoríu til þess að Jarrod geti séð barn sitt áður en hann ferðast til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2012 | 09:45

Golfútbúnaður: Samantekt á öllum helstu golfskónum árið 2012

Golf Digest hefir tekið saman lista yfir 24 helstu golfskópör golfsumarsins 2012.  Margar af stjörnum PGA og LPGA hafa prófað þá á undanförnum misserum og hrifist af þeim.  Það sem er í fyrirrúmi hjá golfskóframleiðendum þegar litið er yfir heildina er að hanna létta og þægilega skó. Í flesta skóna er líka beitt nýjustu tækni og rannsóknum til þess að hanna skó sem „anda“ og veita sem mesta grip og stöðugleik, þannig að ekki sé runnið til í sveiflunni. Síðan reynir hver að slá þeim næsta við í smartheitum.  Sjá má golfskóna með því að smella HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2012 | 05:30

PGA: Adam Scott og Jason Dufner leiða á Bláa Skrímslinu – hápunktar og högg 1. dags

Á Bláa Skrímslinu í Doral, Flórída fer þessa helgina, fram Cadillac heimsmótið. Eftir fyrsta hring eru það Ástralinn Adam Scott og Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner sem leiða. Báðir kláruðu þeir 1. hring á -6 undir pari, 66 högg.  Scott fékk 1 örn, 5 fugla og 1 skolla, Dufner hins vegar 7 fugla og síðan 1 skolla á erfiðu par-4, 18. brautinni. Þriðja sætinu deila Charl Schwartzel frá Suður-Afríku og Daninn Thomas Björn á -4 undir pari. 8 kylfingar deila 5. sætinu á -3 undir pari, 69 höggum, þ.á.m. Keegan Bradley, Steve Stricker og Miguel Ángel Jiménez.  Annar hópur 8 kylfinga deilir 13. sætinu þ.á.m. fyrrum nr. 1 í heiminum, Luke Donald Lesa meira