Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2012 | 11:11

Hver er kylfingurinn: Amy Alcott?

Amy Alcott hlýtur þann heiður að hanna nýja Ólympíugolfvöllinn í Ríó ásamt Gil Hanse. En hver er þessi Amy Alcott?

Amy Alcott fæddist í Kansas City, Missouri, 22. febrúar 1956 og er því 56 ára.  Amy varð atvinnumaður í golfi 1975 og komst strax á LPGA.  Hún hefir sigrað 33 mót á ferli sínum, þ.á.m. 29 á LPGA og þar af 5 risamót: Kraft Nabisco 1983, 1988 og 1991; du Maurier Classic, 1979 og US Women´s Open 1980. Jafnframt varð hún í 2. sæti tvívegis á LPGA Championship risamótinu.

Amy Alcott sú fyrsta sem stökk út í tjörnina á 18. flöt til þess að fagna sigri á Kraft Nabisco risamótinu - í dag er það orðin hefð!

Árið 1973 vann Amy US Girls Junior Amateur og 18 ára gerðist hún eins og áður segir atvinnumaður, 1975. Fyrsta sigur sinn vann hún í 3 mótinu sem hún tók þátt í á LPGA, en það var á Orange Blossom Classic. Hún var LPGA nýliði ársins 1975. Þrisvar sinnum vann Alcott 4 mót sama árið:   1979, 1980, and 1984. Besta ár hennar var 1980 þegar hún hlaut auk þessara 4 sigra LPGA Vare Trophy fyrir lægsta meðaltalsskor, en það ár varð hún líka 5 sinnum í 2. sæti og var meðal 10 efstu í 21 af 28 mótum, sem hún spilaði í.

Fyrsti sigur Amy í risamóti vannst 1979 á Peter Jackson Classic  (sem síðar hlaut nafnið du Maurier Classic). Hún vann US Women´s Open 1980 og Nabisco Dinah Shore þrívegis  eins og áður segir: 1983, 1988, and 1991.Reyndar var Nabisco Dinah Shore árið 1991, síðasti sigur hennar á LPGA Tour. Eftir sigur sinn 1988 á Dinah Shore, varð Amy Alcott sú fyrsta til þess að stökkva út í Poppy Pond, sem nú er orðin hefð.

Þetta var 29. sigurinn hennar á LPGA. Á þessum tíma krafðist LPGA frægðarhöllin a.m.. 30 sigra á LPGA til þess hljóta inngöngu og Amy reyndi árangurslaust næstu ár að vinna 30. sigurinn, sem hafðist aldrei. Árið 1999, breytti LPGA fyrirkomulaginu og þurfti nú lágmarkspunktafjölda til þess að hljóta inngöngu í frægðarhöllina og þá flaug Amy inn sama ár.

Kennslubók Amy Alcott í golfi: Guide to Women´s Golf.

Á árunum 2001-2004 var Amy Alcott gestgjafi á móti Office Depot Championship á LPGA. Eftir að ferlinum lauk sneri Amy sér að golfvallarhönnun og eins var hún með útvarpsþátt. Hún hefir skrifað bækur og kennslumyndbönd í golfi.  Alcott, sem er Gyðingur, er einnig félagi í National Jewish Museum Sports Hall of Fame. Í júlí 2007 tók Amy við stöðu sem þjálfari Harvard-Westlake School í Norður-Hollywood í Kaliforníu.

Heimild: Wikipedia