Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2012 | 20:00

Lexi skiptir um kylfusvein og hitti Tiger í fyrsta sinn á Honda Classic

Táningsstjarnan Lexi Thompson fylgdist með Honda Classic í síðustu viku og tilkynnti þar að hún myndi skipta um kylfusvein. Jafnframt hitti hún Tiger Woods í fyrsta sinn á mótinu. Lexi hefir spilað undir smásjá föður síns, Scott, frá því hún gerðist atvinnumaður árið 2010, en áskoranirnar sem bíða bróður hennar, Nicholas, sem spilar nú á Nationwide Tour og vonast til að komast aftur á PGA Tour hafa orðið til þess að pabbi hennar ætlar að hjálpa Nicholas. Scott mun nú verða kylfuberi sonar síns á Nationwide Tour, og Lexi er búin að ráða Greg Johnston, sem var m.a. kaddý  Julie Inkster, Suzann Pettersen, Brittany Lincicome og Lorena Ochoa. Eftir að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2012 | 19:00

Hanse Golf Course Design fær að hanna Ólympíugolfvöllinn

Skipulagsnefnd  fyrir Ólympíuleikana og Paralympic leikanna í Ríó 2016™ hefir valið Hanse Golf Course Design til þess að hanna golfvöllinn í Ríó de Janeiro fyrir Ólympíuleikanna 2016, en á þeim velli verður í fyrsta sinn spilað golf sem keppnisíþrótt á Ólympíuleikunum í 112 ár. Hanse Golf Course Design var valið af 8 úrslitakandídötum sem til greina komu í lokin. Tillagan þótti best vegna þess að hún tók mið af náttúrulegum fyrirbærum og náttúrulegum útlínum landsins, sem byggja á völlinn á. Gilbert Hanse, stofnandi og forseti fyrirtækisins, sem notið hefir mikillar velgengni, hefir hannað fjölda frábærra golfvalla sem viðurkenndir eru af atvinnu- jafnt sem áhugakylfingum. Félagi Hanse Golf Course Design í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2012 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour: nr. 24 – Vaughn Taylor

Vaughn Taylor varð ásamt 2 öðrum kylfingum (Jarrod Lyle, sem var kynntur í gær og Tommy Biershenk sem kynntur verður á morgun)  í 5. sæti á Q-school PGA Tour í desember s.l. og spilar því á PGA túrnum keppnistímabilið 2012. Vaughn á reyndar afmæli eftir 2 daga en þá verður hann 36 ára. Vaughn Joseph Taylor  fæddist 9. mars 1976 í Roanoke, í Virginíu. Sem krakki fluttist Vaughn til Georgíu þar sem hann spilaði golf í menntaskóla, Hephzibah High. Vaughn spilaði síðan golf með næststærsta háskóla í Georgíu, Augusta State University  og útskrifaðist þaðan með gráðu í viðskiptafræði (ens. business admisnistration) 1999.  Í dag býr Vaughn enn í Augusta, Georgíu  með eiginkonu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2012 | 16:00

GSE: Árshátíð Golfklúbbsins Setberg verður haldin 16. mars n.k. – Takið daginn frá!!!

Á heimasvæði GSE á golf.is er eftirfarandi fréttatilkynning: „Árshátíð Golfklúbbsins Setbergs verður haldin föstudaginn 16. mars n.k. Partýið verður haldið á 2. hæð Fjörukráarinnar og hefst klukkan 21:00. Miðaverð kr. 1.000. Athugið að klúbburinn verður ekki með posa á staðnum. Hljómsveitin Dvalasystur leikur undir dansi. Árshátíðarnefndin, þau Jana, Kalli, Binni og Árni verða að sjálfsögðu með stórkostleg skemmtiatriði. Það hefur verið gaman að fylgjast með þeim á æfingum síðustu daga. Binni spilar á nikkuna, Jana verður með golfkennslu, Árni reynir að láta Binna hætta spila á nikkuna og Kalli norski syngur eitthvað gott norskt lag sem er að sjálfsögðu grín þar sem það er ekki til gott norskt lag.“

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2012 | 14:00

Hver er kylfingurinn: Rory McIlroy? 4. grein af 8.

Tækni Rory og golfkennarar McIlroy notar það sem enskir nefna interlocking grip (sjá mynd) í öllum höggum sínum, en þetta fremur  óhefðbundna grip er einnig notað af Tiger Woods. Eins hafa frábærir kylfingar á borð við Jack Nicklaus, Tom Kite, John Daly, Gene Sarazen, Frances Quimet og Willie Anderson notað gripið. Darren Clarke, landi Rory og Masters sigurvegari 2011 hitti Rory þegar Rory var 12 ára og hefir verið einskonar lærifaðir hans frá þeim tíma. Nick Faldo sexfaldur risamóts sigurvegari sá fljótt hæfileika Rory og Rory fékk að taka þátt í Faldo Series allt frá unga aldri. Graeme McDowell norður-írski Ryder Cup liðsmaðurinn og sigurvegari á Opna bandaríska 2010, sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jesper Parnevik – 7. mars 2012

Það er Jesper Parnevik sem er afmæliskylfingur dagsins, en Jesper fæddist í Botkyrka, í Svíþjóð 7. mars 1965 og er því 47 ára í dag. Hann er sonur sænska skemmtikraftsins Bo Parnevik. Jesper gerðist atvinnukylfingur 1986 og hefir á ferli sínum sigrað 14 sinnum m.a. 5 sinnum á PGA og 4 sinnum á Evróputúrnum. Hann er kannski einna þekktastur fyrir að kynna Tiger fyrir sænsku barnapíu sinni, Elínu Nordegren, sem Tiger síðan kvæntist og eignaðist 2 börn með: Charlie og Sam. Eins er Jesper þekktur fyrir óvenjulegan fatastíl og höfuðföt sín sem hann er með úti á velli. Jesper býr  í dag á Jupiter Island, í Flórída líkt og Tiger. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2012 | 09:00

Charley Hull, 15 ára, fær ekki að taka þátt í Curtis Cup… vegna þess að hún vill frekar spila í Kraft Nabisco risamótinu

Svar Englands við Lexi Thompson er  Charley Hull. Leggið nafnið á minnið og munið hvar þið heyrðuð það fyrst – en Golf 1 er fyrsti íslenski golffréttamiðillinn til þess að geta hennar… og það eiga eflaust margar fréttir framtíðarinnar eftir að verða skrifaðar um hana. Charley er nr. 8 á heimslista áhugamanna sem stendur og þykir afburðahæfileikaríkur kylfingur, aðeins 15 ára. Nú er komið upp leiðindamál vegna þess að Charley er ein 5 áhugamanna sem þegið hefir boð um að spila í Kraft Nabisco risamótinu sem fram fer í Bandaríkjunum, dagana 29. mars- 1. apríl. Breska kvengolfsambandið (Ladies Golf Union, skammst. LGU) er lítið hrifið af ákvörðun Charley og lét Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2012 | 08:00

Ryo Ishikawa boðið að spila á Masters

Toppkylfingur Japan, Ryo Ishikawa, hefir nú í 2. skipti hlotið sérstakt boð um að spila á The Masters. Ryo, 22 ára, fékk líka sérstakt boð um að spila á Masters 2009, en það var í fyrsta sinn sem hann spilaði á risamótinu. Meðan að aðrir eins og Ernie Els og Retief Goosen verða að vinna fyrir þátttökurétti í mótinu þá getur Ishikawa farið að hlakka til 4. skiptisins, sem hann fær að taka þátt. Framkvæmdastjóri Masters Billy Payne hafði eftirfarandi að segja um þetta: „Sögulega séð hefir Masters boðið erlendum kylfingum, sem ekki eiga þátttökurétt til þess að gera mótið alþjóðlegra.“ „Ryo Ishikawa er hæfileikaríkur kylfingur sem spilar á Japan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2012 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Kristján Þór bestir hjá Nicholls State

Ofurstarnir íslensku hjá Nicholls State, Andri Þór Björnsson, GR og Kristján Þór Einarsson, GK og Pétur Freyr Pétursson, GR fóru ásamt golfliði sínu í herferð til Bolabítanna í Samford háskóla í Birmingham, Alabama. Samford Intercollegiate golfmótið fór að þessu sinni fram í Hoover Country Club og tóku þátt 93 kylfingar frá 18 háskólum: Samford (gestgjafar), Air Force, Austin Peay, Belmont, Davidson, Eastern Kentucky, Evansville, Houston Baptist, Illinois State, Murray State, Nicholls State, Sam Houston State, SIU Edwardsville, Southern Illinois, Tennessee-Martin, Tennessee Tech, Western Carolina og Winthrop. Andri Þór og Kristján Þór léku best af liði Nicholls State, en báðir voru á samtals 232 höggum;  Andri Þór á (82 76 74) og Kristján Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2012 | 22:22

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi er í 33. sæti á Richard Rendleman Inv. eftir 1. dag

Í dag hófst Richard Rendleman Invitational í Salisbury í Norður-Karólínu. Þátttakendur eru 90 kylfingar úr 18 háskólum. Meðal þátttakenda er Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni, Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR. Arnór Ingi spilaði fyrsta daginn á 77 höggum og  deilir 33. sæti, ásamt öðrum, eftir 1. daginn. Arnór er á næstbesta skorinu af liðsfélögum sínum í Belmont Abbey, en liðið er í 9. sæti af háskólunum, sem þátt taka. Golf 1 óskar Arnóri Inga góðs gengis á morgun! Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Richard Rendleman Invitational með því að smella HÉR:  Til þess að sjá umfjöllun Belmont Abbey um mótið smellið HÉR: