Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2012 | 10:40

PGA: Öll stóru nöfnin eru með á Cadillac heimsmótinu, sem hefst á Doral í Flórída í dag

Öll stærstu nöfnin í golfinu eru með á Bláa Skrímslinu í Miami, í Flórída, þar sem Cadillac heimsmótið hefst í dag.

Meðal keppenda eru Rory McIlroy nr. 1 á heimslistanum og Luke Donald, sem spennandi verður að fylgjast með, þ.e. hvort honum tekst að endurheimta 1. sætið á heimslistanum af Rory.  Lee Westwood er líka geysisterkur, með 8,19 stig á heimslistanum,  Luke er með 8,97 stig á heimslistanum og Rory, 9,29 – spurning hvort Lee nái 2.sætinu?

Fyrir mótið var haldinn blaðamannafundur með Tiger Woods, sem sjá má með því að smella HÉR: 

Phil Mickelson segist bara vera ánægður að vera aftur meðal félaga sinna og væri að spila vel aftur.

Hunter Mahan sagði fyrir mótið: „Það er gott fyrir Tiger að vera aftur þar sem hann er og það er vel komið fyrir golfinu að Rory sé í 1. sæti heimslistans og svo er mjór munur milli margra strákanna. Það er gaman að vera hluti af leiknum í augnablikinu.“

… það verður líka gaman að fylgjast með um helgina!