
PGA: Paul Casey tekur þátt í Cadillac heimsmótinu í Flórída í dag – í 1. sinn eftir axlarmeiðslin í snjóbrettaslysinu
Paul Casey tíar upp á WGC-Cadillac Championship, sem hefst í dag, án þess að búast við miklu af sér á þessu fyrsta móti sínu þetta árið. Casey, 34 ára, hefir ekki spilað golf eftir að hann fór úr axlarlið í snjóbrettaslysi á jóladag.
Á dagskrá hjá Casey er hins vegar að vera kominn í form fyrir Masters í apríl.
„Væntingar mínar eru ansi lágar,“ sagði Englendingurinn (Casey) sem er í fyrsta ráshóp í dag ásamt Alexander Noren, frá Svíþjóð og Greg Chalmers, frá Ástralíu.
„Mér líður vel í öxlinni. Hún er komin 90% í lag, sem er nógu gott til að slá bolta og fara á völlinn aftur.“
„Ég gekk 18 holurnar hér í fyrsta sinn á mánudaginn s.l.
Planið
„Ég er allur að koma til á golfvellinum, en eina leiðin til þess að verða skarpur og komast aftur inn í hlutina er að spila á mótum.“
„Planið eftir að ég komst að því hvað ég hafði gert öxlinni á mér var að undirbúa mig fyrir Augusta og það er enn planið.“
„Vonandi verður leikur minn góður og skarpur þannig að við getum reynt að vinna þarna.“
„Mér líður mjög vel í öxlinni. Hún er komin 90% í lag og er nógu góð til að slá bolta og fara aftur á völlinn.
„Ég hafði ekki hugmynd um hversu lengi maður væri að jafna sig eftir að fara úr axlarlið, en að komast að því að ég þarfnaðist ekki uppskurðar var léttir, vegna þess ef þess hefði þurft, hefði ég verið frá í 4-6 mánuði.“
Bakslag
Casey er nú í 26. sæti á heimslistanum eftir bakslagið, en vonar að óheppni hans með meiðsli séu að bak eftir að rifbeinsmeiðsl eyðilögðu 2009 keppnistímabilið fyrir honum, en utan axlarmeiðslanna í lok síðasta árs voru fótarmeiðsl að há honum allt 2011 keppnistímabilið.
„Kannski er allt þegar þrennt er,“ bætti hann við. „Það er það sem ég vona. Það er pirrandi að það skuli taka þennan tíma að vera frá því sem ég vil gera og elska.“
„Þetta er augljóslega bakslag. Ég verð að vinna í sveiflunni og fá sjálfstraustið aftur.“
„Þetta kemur manni svolítið úr jafnvægi móralskt séð, en þetta er líka áskorun og þetta er nokkuð sem ég get risið yfir eða orðið leiður á og látið hafa áhrif á mig.“
„Þetta hefir reyndar kynnt undir ást minni á leiknum aftur. Ég hef spilað í 10 ár og var byrjaður að verða ofkeyrður (ens. burn-out) en það að sitja á sófanum hefir kveikt í mér aftur.“
„Ég er klárlega ferskasti gaurinn hérna í þessari viku.“
Heimild: Sky Sports
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster
- janúar. 26. 2021 | 06:00 Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?