Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2012 | 21:00

Golfvellir á Spáni: í Cádiz: nr. 5 – Arcos Gardens – 2. grein af 4

Fyrir þá sem eru að fara að spila golf í Arcos Gardens er kannski fróðlegt að vita nokkrar staðreyndir um bæinn sem er rétt hjá golfstaðnum, bæinn hvíta Arcos de la Frontiera.  Þar búa 28.000 manns og bærinn er sífellt að verða mikilvægari í efnahagslegu tilliti í Cádiz.

Þetta er forn bær og hafa margir þjóðflokkar gist þar. Rómverjar gáfu bænum nafn sitt, en Arcos dregur nafn sitt af hinu rómverska Arx-Arcis” (virkið á hæðinni); Múslimir settu mark sitt á arkítektúr Arcos og síðan komu Kristnir sem mynduðu kastalakonungsveldi (ens. a Castilla kingdom).

Það eru margar þjóðsögur til um Arcos, m.a. vegna glæstrar sögu bæjarins og menningar og flestar tengjast kastalanum og kastalahæðinni.  Þar sem þetta er nokkuð óvenjuleg golfgrein í kvöld þá er ætlunin að segja hér nokkrar þjóðsögur af Arcos, bænum sem útsýnið fallega er á, frá golfvelinum:

Margir telja að það sé sofandi dreki í kastalakletti Arcos og að hann vakni þegar kletturinn hristist.

Eins er sagt að það séu leynigöng undir Arcos, þó ekki hafi enn verið færðar sönnur á það vegna þess að eigendur kastalans hafa ekki veitt heimild til þess að rannsaka þessa sögusögn.  Þessi sögn er frá þeim tíma þegar Kristnir unnu sigur á Múslimum sem höfðu hertekið Arcos. Sagt er að Kristnir hafi verið að reyna að finna leið upp í Arcos kastalann. Sagt er að hann hafi fundist þegar ein múslimsk drottning var á gangi eftir leynigöngunum með barnið sitt og Kristnir heyrðu barnið gráta.

Loks er sagan af tveimur turnum Arcos kastalans. Hertoginn sem lifði í kastalanum átti dóttur sem felldi hug við mann í bænum af lægri stigum. Hertoginn tók ekki í mál að dóttir hans umgengist unga manninn og lokaði dóttur sína í öðrum turninum og hertók manninn og lokaði hann í hinum turninum með það í huga að drepa hann til þess að þau gætu ekki áttst. Daginn sem þau voru aðskilin í sitthvorum turninum sáust tvær dúfur fljúga út um hvorn turn fyrir sig og þegar menn fóru að vita um hertogadótturina og manninn unga fannst hvorki tangur né tetur af þeim.  Fólk í Arcos segist enn sjá hvítar dúfur fljúga í kringum turnana tvo.