Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2012 | 10:20

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi varð í 24. sæti á Richard Rendleman Inv. í gær

Í gær lauk Richard Rendleman Invitational háskólamótinu í Salisbury Norður-Karólínu, en mótið fór fram 6.-7. mars 2012. Meðal þáttakanda var Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2011, Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, sem spilaði með liði sínu, Belmont Abbey.

Arnór Ingi spilaði á +7 yfir pari, samtals 149 höggum (77 72) og deildi 24. sætinu ásamt 6 öðrum.

Adam Hedges í liði Belmont Abbey spilaði best allra, varð efstur í mótinu á -3 undir pari, 139 höggum (71 68). Matt Foster  lék næstbest af liði Belmont Abbey, varð T-19 á +5 yfir pari, 147 höggum (78 69).

Arnór Ingi var á 3. besta skori Belmont Abbey, en lið háskólans varð í 6. sæti af 17 skólum, sem þátt tóku.

Til þess að sjá úrslitin í Richard Rendleman Invitational smellið HÉR: