Það sem tíminn líður. Hér má sjá eina af Axel Fannari ásamt föður sínum 2012 – fyrir 6 árum síðan á móti Arionbankamótaraðarinnar! 🙂
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2012 | 11:50

Afmæliskylfingur dagsins: Axel Fannar Elvarsson – 12. mars 2012

Það er Skagamaðurinn Axel Fannar Elvarsson, GL, sem er afmæliskylfingur dagsins en Axel Fannar er fæddur 12. mars 1998 og á því 14 ára afmæli í dag. Axel Fannar stundar golf af kappi og spilaði m.a. á Arionbankamótaröð unglinga s.l. sumar með góðum árangri. Hann stundar nám við Grundaskóla á Akranesi. Foreldrar hans eru Anna Guðbjörg Lárusdóttir og Sigurður Elvar Þórólfsson og hann á 2 systkini, Ísak Örn og Elísu.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Wallace William „Wally“ Ulrich, f. 12. mars 1921 – d. 7. apríl 1995; Nubohito Sato, 12. mars 1970 (42 ára);  Minea Blomqvist, 12. mars 1985 (27 ára) og Sharmila Nicollet 12. mars 1991.

Golf 1 óskar afmæliskylfngnum sem og öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is