Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2012 | 16:25

Justin Rose kominn í 7. sæti heimslistans

Með sigri sínum í gær á Cadilac heimsmótinu í Flórída fór Englendingurinn Justin Rose, úr 22. sæti heimslistans í 7. sætið. Sigurinn er hans 4. á PGA Tour, en áður hefir hann sigrað hið virta Memorial mót Jack Nicklaus, AT&T National og nú síðast í september Barclays Championship, en það er hluti FedEx Cup. 

Bubba Watson, sem búinn var að leiða allt mótið en varð að gera sér að góðu 2. sætið á Cadillac heimsmótinu hækkaði í 16. sætið.

George McNeil sem sigraði á Puerto Rico Open hækkar um heil 70 sæti á heimslistanum var í 176. sæti en er nú vegna sigursins kominn í 106. sætið.

Staða efstu 10 á heimslistanum er eftirfarandi:

1. sæti Rory McIlroy 9,78 stig

2. sæti Luke Donald, 9,09 stig

3. sæti Lee Westwood 8,12

4. sæti Martin Kaymer  5,88 stig

5. sæti Steve Stricker 5,76 stig

6. sæti Charl Schwartzel 5,32 stig

7. sæti Justin Rose 5,14 stig

8. sæti Webb Simpson 5,06 stig

9. sæti Jason Day 5,05 stig

10. sæti Hunter Mahan 4,96 stig