Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2012 | 11:15

GR: Marólína Erlendsdóttir púttmeistari GR-kvenna 2012!

Á heimasíðu GR, grgolf.is er eftirfarandi frétt: „Lokahóf GR kvenna fór fram með bravúr sl. föstudagskvöld (9. mars 2012) og mátti engan veginn á milli sjá hver skemmti sér betur, enda samstaðan í hópnum að verða mikil og góð eftir vetrarpúttið.  Veglegar veitingar í bland við skemmtun og margskonar glaðning gerði kvöldið eftirminnilegt. Ástæða er til að þakka öllum sem komu að undirbúningi kvöldsins fyrir vel unnin störf, en eins og fyrri daginn vinna margar hendur létt verk. Það sama á ekki við um sjálft golfið því þar vinna aðeins tvær hendur erfitt verk, nefnilega að koma blessuðum boltanum í sem fæstum höggum ofan í holu. Og talandi um holurnar;  Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2012 | 09:29

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra í 13. sæti eftir 1. daginn á Hawaii

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og lið hennar, Texas State spiluðu 2 hringi á 1. degi Dr. Donnis Thompson mótsins á Hawaii í nótt. Golf1 var með stöðufrétt eftir 1. hring. Valdís Þóra spilaði fyrri hringinn á 78 höggum og á þann seinni  á 75 höggum og er því samtals á 153 höggum eftir 1. dag.  Með því að bæta sig um 3 högg fór Valdís upp um 14. sæti á skortöflunni úr T-27 sem hún var í eftir 1. hring í T-13. Liðsfélagi Valdísar Þóru, Krista Puiste er búin að spila best af liði Texas State, er samtals á 150 höggum eftir 1. dag (75 75) en Valdís Þóra er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2012 | 06:30

Bandaríska háskólagolfið: Kristján Þór Einarsson og Andri Þór Björnsson léku best í liði Nicholls á The Grover Page Classic

Í gær lauk Grover Page Classic háskólamótinu, sem fram fór í Jackson Country Club, í Jackson, Tennessee, dagana 11.-13. mars 2012.  Þátttakendur voru 75 frá 12 háskólum m.a. frá Nicholls State, Íslendingaliðinu, sem í eru Kristján Þór Einarsson, GK, Andri Þór Björnsson, GR og Pétur Freyr Pétursson, GR. Lið annarra háskóla sem þátt tóku í mótinu voru:  UT Martin Skyhawks sem voru gestgjafar, Bethel, Jackson State, John A. Logan, Lipscomb, Morehead State, Murray State, SIU, Tennessee State, Tennessee Tech og Union University. Spilaður var æfingahringur á sunnudaginn (11. mars) og síðan voru tveir hringir spilaðir á mánudaginn og lokahringurinn í gær, eða alls 3 hringir í mótinu. Kristján Þór Einarsson, GK, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2012 | 22:55

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra spilaði á 78 höggum á 1. hring í Hawaii

Eins og Golf1.is greindi frá fyrr í dag, spilar Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Texas State á Dr. Donnis Thompson Invitational mótinu á Kaneohe Klipper golfvellinum á Hawaii. Þátttakendur í mótinu eru 82 frá 14 háskólum. Valdís Þóra hóf leik á 12. teig í kvöld og byrjaði á að fá skolla á 12. braut. Á 13. brautinni, sem er einkennisbraut Kaneohe Klipper fékk Valdís par og síðan glæsilegan fugl á 16. braut. Síðan tók því miður við „svartur kafli“ þar sem Valdís Þóra fékk 6 skolla (á 18., 3., 6., 8. og 9. og 10. braut). Valdís Þóra spilaði á +6 yfir pari, 78 höggum og er sem stendur í 33. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2012 | 20:30

Myndskeið: Annika Sörenstam hlaut Bob Jones Award 2012

Á 16 ára frábærum ferli sínum sem atvinnukylfings þrammaði Annika Sörenstam eftir golfbrautum heimsins með stálvilja, keppnisskap og að því virtist órjúfanlega einbeitingu. Þeir sem fylgdust með Anniku, þeirri sem vann 90 mót á ferli sínum, þ.á.m. 3 sinnum á US Women´s Open risamótinu hefðu verið undrandi á þeirri Anniku sem hélt þakkarræðu þegar hún tók við Bob Jones Award fyrir rúmum mánuði síðan í veislu á ársþingi bandaríska golfsambandisns. Hún talaði frammi fyrir 300 gestum, sagði brandara, deildi sögum af foreldrum sínum og hélt aftur af tárum þegar hún þakkaði eiginmanni sínum, Mike McGee fyrir stuðning hans. „Þegar maður spilar sem atvinnumaður er auðvelt að tapa sér bara í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2012 | 19:45

GG: Óbreytt vallarmat á Húsatóftavelli fram að opnun 18 holu golfvallar

Vallarmat á Húsatóftavelli þeirra Grindvíkinga verður óbreytt þar til nýi 18 holu golfvöllurinn þeirra verður tekinn í gagnið. Á vefsíðu Golfklúbbs Grindavíkur sagði eftirfarandi um vallarmatsmálin á Húsatóftavelli: „Fyrir stuttu átti hluti stjórnar GG fund með forgjafarnefnd GSÍ vegna vallarmatsmála á Húsatóftavelli.  Á fundinum viðraði stjórn GG sín sjónarmið varðandi nýtt vallarmat sem taka átti gildi þegar í stað.  Að fundi loknum ákvað forjafanefnd GSÍ að taka tillit til sjónarmiða GG og hafa vallarmatið á Húsatóftavelli óbreytt þar til 18 holu golfvöllur verður tekinn í notkun í sumar.  Nýtt vallarmat skal þó ekki taka gildi síðar en 1. júlí 2012.“ Heimild: www.ggolf.is  

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2012 | 19:25

Hvað var í pokanum hjá sigurvegaranum Justin Rose á WGC Cadillac Championship?

Í grein GolfWeek sem ber þá skemmtilegu fyrirsögn „A TaylorMade victory for Rose“ segir hvað Justin Rose var með í pokanum þegar hann saxaði á 3 högga forystu Bubba Watson á WGC-Cadillac Championship og stóð uppi sem sigurvegi s.l. sunnudag. Í pokanum var allt TaylorMade eins og titill greinarinnar gefur til kynna nema að Rosey var með Cleveland 588 lob wedge (60°). Annars var eftirfarandi í pokanum hjá honum:  R11 dræver (8°), RocketBallz 3-tré (15°), Rescue 11  kylfa (19°), Tour Preferred MB járn (4-PW), ATV wedgar (52° og 56°) og hvítur draugapútter m.ö.o. Ghost Tour Corza pútter. Sigurinn vannst svo með Penta TP5 golfbolta. Sköftin á dræver og 3-tré Justin Rose voru True Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Jónasson – 13. mars 2012

Það er Benedikt Jónasson, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Benedikt er fæddur 13. mars 1957 og  því 55 ára í dag. Benedikt er í Golfklúbbi Keilis í Hafnarfirði og má oft sjá hann spila á Hvaleyrinni á sumrin. Hann er kvæntur Ingveldi Ingvarsdóttur, formanni kvennanefndar Keilis. Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru:  Andy Bean, 13. mars 1953 (59 ára); Graeme Storm, 13. mars 1978 (34 ára)… og…. Ari Magnússon F. 13. mars 1992 (20 ára stórafmæli!!!) Professionails Gelneglur Aldís F. 13. mars 1982 (30 ára stórafmæli!!!) Ríkharð Óskar Guðnason F. 13. mars 1985 (27 ára) Sturla Höskuldsson F. 13. mars 1975 (37 ára)   Golf 1 óskar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2012 | 10:00

GK: Lovísa Hermannsdóttir varð efst á 8. púttmóti Keiliskvenna

Á miðvikudaginn s.l. mættu 29 konur á  púttmót Keiliskvenna. Besta skor var 31 pútt hjá Lovísu Hermannsdóttur svo komu þær Þórdís Geirs, Vala Bjarna, Jóhanna Sveins, Svava Skúla, Helga Jóhanns, Rannveig Hjaltadóttir og Kristín Fjóla með 32 pútt. Næstsíðasta mótið verður á morgun,  miðvikudaginn 14. mars. Púttmótið hefst eins og venjulega kl. 19:30 – verð kr. 500. Staðan eftir 8 mót (4 bestu telja) er eftirfarandi: 1. -2. sæti Guðrún Bjarnadóttir, 113 pútt 1.- 2. sæti Ólöf Baldursdóttir, 113 pútt 3. sæti Þórdís Geirsdóttir, 114 pútt 4. sæti Anna Snædís Sigmarsdóttir, 115 pútt 5. sæti Dagbjört Bjarnadóttir, 116 pútt 6. sæti Valgerður Bjarnadóttir, 117 pútt 7.-8. sæti Jóhanna Sveinsdóttir, 118 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2012 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra spilar á Hawaii í dag

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er nú ásamt liði sínu, Texas State mætt til Hawaii. Hún og lið Texas State munu keppa í kvöld (kl. 18: að íslenskum tíma – en 10 tíma tímamismunur er , við erum 10 tímum á undan þ.e. kl. 8:00 að staðartíma í Hawaii) á Dr. Donnis Thompson Invitational mótinu. Þátttakendur eru 82 frá 14 háskólum. Keppt er á golfvelli Kaneohe Klipper (sjá mynd hér að neðan). Valdís Þóra hefur leik á 12. teig. Golf 1 óskar Valdísi Þóru og liði Texas State góðs gengis! Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru og Texas State HÉR: