
PGA: Sergio Garcia með „sprengju“ á 3. braut Bláa Skrímslisins í gær – 12 högg á par-4 og 10 mestu sprengjur atvinnukylfinga í sögunni
Það skiptir ekki máli hversu skemmtilegt það er að sjá að atvinnukylfingar geta átt stórsprengjur eins og við hin. Það var ekki annað hægt en að vorkenna aumingja Sergio Garcia eftir að hann fékk tólfu á par-4 3. braut Bláa Skrímslisins í gær á lokahring WCG Cadillac mótsins.
Við höfum líklegast öll verið á svipuðu skori á einhverjum parti á ferlinum, að frátöldu að við þurftum ekki að opinbera skömmina fyrir framan hálf Bandaríkin og sjónvarpsvélarnar sem fylgdust með. Það er vel hægt að setja sig í spor Sergio hversu svekktur hann hefir verið að vita að allt var búið eftir aðeins 3 holur… en þó kláraði hann með stæl 76 er ekki slæmt skor með 12u á bakinu… n.b. Bubba var á 74 höggum í gær! SJÁ HÉR:
Það sem hefir liklega valdið sérstökum vonbrigðum var að hringurinn lofaði svo góðu því Sergio byrjaði á að fá örn á 1. braut.
Sergio Garcia getur huggað sig við að hann er ekki sá eini sem sprengt hefir holur af atvinnumönnum í móti. Hér fer nefnilega listi yfir 10 verstu skorin á 1 holu á PGA Tour og Garcia „bara“ í 10. sæti:
10. Sergio Garcia, 12 högg á par-4 3. braut á Blá Skrímslinu, í Doral.
T-8. John Daly, 14 högg á par-5 18. braut á Pebble Beach.
T-8. John Daly, 13 högg á par-4 4. brautinni á TPC Deere Run.
7. Tom Weiskopf, 13 högg á par-3 12. brautinni á Augusta.
6. Billy Casper, 14 högg á par-3 16. brautinni á Augusta.
5. Kevin Na, 16 högg á opar-4 9. brautinni á TPC San Antonio, sem sjá má HÉR:
T-3. Gary McCord, 16 högg á par-3 16. brautinni á Colonial.
T-3. John Daly, 18 högg á par-5 6. brautinni á Bay Hill.
2. Tommy Armour, 23 högg á par-5, á Shawnee Open árið 1927.
1. Ray Ainsley, 23 högg á par-4, 16. brautinni á Cherry Hills (á Opna bandaríska hvorki meira né minna).
Heimild: Golf Digest
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster