
Golfvellir á Spáni: í Cádíz nr. 7 – Sanlúcar Club de Campo
Sanlúcar Club de Campo er í bænum Sanlúcar de Barrameda. Af vellinum er víða fallegt útsýni fyir Guadalquivir og Doñana þjóðgarðinn. Fyrir þá sem hafa spilað Matalascañas, þá er kannski best að lýsa Sanlúcar þannig að þjóðgarðurinn sé á milli vallanna Matalascañas til vesturs og Sanlúcar til austurs – það er samt ekki hægt að fara stystu leið meðfram ströndinni eða í gegnum þjóðgarðinn nema að leggja í einhverjar svaðilferðir, en enginn vegur er stystu leið – maður verður að keyra hálfa leið upp til Sevilla og beygja síðan í átt að Portúgal sé ætlunin að keyra frá Sanlúcar til Matalascañas.
En aftur að Sanlúcar vellinum, frá golfvellinum er fagurt útsýni eins og segir yfir Doñana þjóðgarðinn og vínekrurnar í Jerez. Sanlúcar er 18 holu, par-72 golfvöllur, hannaður af Borja Queipo de Llano, sem er margfaldur spænskur meistari. Fyrri 9 líkjast mjög breskum linksara – brautirnar eru bylgjóttar með litlum djúpum sandglompum og hrjóstrugu landlagi í kring. Seinni 9 eru hins vegar meira „bandarískar“ að hönnun, þar sem gefur að finna margar vatnshindranir (7 alls), nokkrar hundslappir og flatir á stöllum. Annað eru óvenjugóðar flatir, margar hverjar með skemmtilegum brotum.
Það sem mér finnst eftirminnilegast eftir að hafa spilað völlinn er hversu langur hann var. Af rauðum teigum er hann 5.638 metra af gulum 6.302 og hvítum 6.574. Þetta er mjög erfiður völlur fyrir konur og þá sem eru höggstuttir. Völlurinn er hins vegar alveg ferðarinnar virði til Sanlúcar de Barrameda, þar sem m.a. má borða nammilega, andalúsíska sjávarrétti við einhvern af veitingastöðunum við höfnina.
Upplýsingar um Sanlúcar Club de Campo:
Hér má komast á heimasíðu Sanlúcar: Sanlúcar Club de Campo
Heimilisfang: Lomas de Martin Miguel s/n, Sanlúcar de Barrameda, 11540 Cádiz.
Sími: +34 856 130994
Fax: +34 856 130995
- ágúst. 13. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2022)
- ágúst. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
- ágúst. 13. 2022 | 15:00 Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
- ágúst. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
- ágúst. 11. 2022 | 18:00 GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
- ágúst. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
- ágúst. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge