
Hver er kylfingurinn: George McNeill?
George McNeill sigraði á Puerto Rico Open. En veit einhver hver sigurvegarinn er?
George William McNeill, Jr. fæddist í Naples, Flórída, 2. október 1975 og er því 36 ára. Hann hefir 2 sinnum sigrað á PGA Tour, fyrra skiptið var Frys.com Open árið 2007. Hann var í golfliði Florida State University. McNeil var All-ACC og All-America selection árin 1997 og 1998.
Sem stendur spilar McNeill á PGA Tour. Hann var áður á Nationwide Tour, árið 2003 en hélt ekki kortinu sínu og spilaði því á Golden Bear túrnum og spilaði aðeins á 1 móti Nationwide Tour. Árið 2005 var hann á ýmsum minniháttar mótaröðum og reyndi stöðugt við Nationwide og PGA Tour en bar ekki árangur sem erfið. Seint á árinu 2005 tók hann sér frí frá keppnisgolfinu og vann sem golfkennari í Shadow Wood and Forest Country Clubs í Fort Myers, Flórída í 6 mánuði.
Þann 1. janúar 2006 kvæntist McNeill Ryan Lynn Turner og í júní sama ár sneri hann sér aftur að keppnisgolfinu þegar hann ávann sér keppnisrétt á Opna bandaríska 2006. Hann komst í gegnum niðurskurð á öðru af 2 Nationwide mótum sem hann tók þátt í og seinna á árinu, í desember 2006 sigraði hann á lokaúrtökumóti PGA Tour. Þar með vann hann sér inn $ 50.000,- og fékk kortið sitt á PGA Tour. Sem nýliði á PGA Tour tók hann þátt í baráttunni um FedEx bikarinn og spilaði í 2 mótum um hann áður en hann komst ekki í gegnum niðurskurð á 3. mótinu. Hann vann 1. sigurinn á PGA Tour í Fall Series þ.e. um haustið í Frys.com Open eins og áður segir og síðan Puerto Rico Open í gær, 11. mars 2012.
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster