Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2012 | 16:00

GR: Myndasería – Golfdagur í skammdeginu 18. mars 2012

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, Íslandsmeistari í höggleik 14 ára og yngri, sat í anddyrinu og var að selja aðgöngumiða á kr. 1000 til styrktar unglingastarfi GR á „Golfdegi í skammdeginu“ sem er viðburður í sýningar- og ráðstefnustíl. Sunna Víðisdóttir, GR, efnilegasti kylfingur Íslands 2011, var við Cervó sölubásinn.  Unglingarnir í GR eru með viðburð, sem enginn ætti að missa af og enn 1 klst til þess að líta til þeirra styrkja unglingastarfið um kr. 1000,- en um leið er aðgöngumiðinn, happdrættismiði … og vinningarnir … golfkyns og ekki af verri endanum. Golfbúðin í Hafnarfirði er með frábæran sölubás þar sem m.a. er hægt að skoða GPS fjarlægðarmæla. Hole in One er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2012 | 15:58

Golfdagur í skammdeginu á Korpúlfsstöðum, 18. mars 2012

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2012 | 13:40

GR: Golfdagur í skammdeginu

Að Korpúlfsstöðum er nú haldinn „Golfdagur í Skammdeginu“ en þar sýna ýmsir aðilar golfvörur ýmiskonar auk þess sem þekkt nöfní golfheiminum íslenska flytja fyrirlestra.  T.a.m. verður kynntur fatnaður frá Cervó og Poodle vörurnar frá Icegolf. Hole in One golfbúðin góðkunna sýnir nýjustu kylfur og aðrar golfvörur og annar eigandi búðarinnar heldur m.a. fróðlegan fyrirlestur um hvað hafa beri í huga þegar dræver er valinn. Til þess að komast á Facebooksíðu „Golfdags í skammdeginu“ smellið HÉR:  Golfdagur í skammdeginu stendur frá kl. 13-17.  Þannig að nú er um að gera að drífa sig upp að Korpúlfsstöðum!

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2012 | 13:30

LPGA: Ai Miyazato og Yani Tseng efstar eftir 3. dag RR Donnelley LPGA Founders Cup

Það eru fyrrum nr. 1 á Rolex heimslista kvenkylfinga, Ai Miyazato, frá Japan og núverandi nr. 1 Yani Tseng frá Taiwan sem deila 1. sætinu fyrir lokahring RR Donnelley LPGA Founders Cup, sem spilaður er á golfvelli Wildfire golfklúbbsins í JW Marriott Desert Ridge Resort í Phoenix, Arizona. Báðar eru búnar að spila á -14 undir pari, Ai (68 68 66) og Yani (65 70 67). Þrjár stúlkur frá Suður-Kóreu koma eru í næstu 3 sætum: Na Yeon Choi er í 3. sæti á samtals -13 undir pari; IK Kim er í 4. sæti á samtals – 11 undir pari og í 5. sæti er Inbee Park á -10 undir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Macdonald Smith – 18. mars 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Macdonald „Mac“ Smith, en hann fæddist 18. mars 1892 í Carnoustie, á Skotlandi og þ.a.l. eru  120 ár í dag frá fæðingardegi hans. Mac dó 31. ágúst 1949. Hann var einn fremsti kylfingur heims á árunum 1910 – 1930. Mac gerðist atvinnumaður 1910 og vann 29 sigra á ferlinum þar af 24 á PGA Tour. Hann ólst upp og lærði golf á erfiða Carnoustie linksaranum á Skotlandi. Tveir bræður Mac sigruðu á Opna bandaríska, Willie 1899 og Alex 1906 og 1910. Á efri árum (Mac varð reyndar bara 57 ára) var hann golfkennari og bjó í Oakmont í Kaliforníu. Mac Smith var tekinn í frægðarhöll kylfinga 1954. Aðrir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2012 | 02:00

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra og San Francisco í 2. sæti á Bison Invitational

Fimmtudaginn s.l. hófst í bandaríska háskólagolfinu Bison Invitational í Palute Golf Resort, LasVegas, Nevada en mótið stóð dagana 15.-17. mars 2012. Palute golfvöllurinn er par-72, 6022 yarda (5.506 metra). Þetta var stórt mót, þátttakendur voru 105 frá 18 háskólum. Meðal þátttakenda er Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og lið hennar í University of San Francisco. Eftir 36 holur deildi Eygló Myrra 25. sætinu ásamt 5 öðrum, var á samtals á +17 yfir pari, 161 höggi (85 76) og var á þriðja lægsta skori liðs síns. Lið San Francisco varð í 2. sæti á mótinu. Spila átti lokahring mótsins í gær en aðeins tókst að klára 4 holur þegar mótið var stöðvað vegna mikilla Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2012 | 01:50

Bandaríska háskólagolfið: Furman háskóli Ingunnar Gunnars er í 9. sæti á 2012 Clover Cup eftir 2. dag

Ingunn Gunnarsdóttir og lið Furman háskóla eru meðal keppenda á 2012 Clover Cup, sem haldinn er í Longbow Golf Club í Mesa Arizona. Þátttakendur eru 71 frá 12 háskólum. Ingunn spilaði 1. hringinn á 78 höggum og taldi skor hennar á 1. hring. Eftir 1. hring var Ingunn T-46. Furman háskóli var  í 4. sæti eftir 1. hring. Í gær spilaði Ingunn á 85  höggum og er því samtals búin að spila á +19 yfir pari,  163 höggum ( 78 85 ) og er í 61. sæti eftir 2. hring.  Eftir 2. hring er Furman  í 9. sæti. Golf 1 óskar Ingunni og liði Furman góðs gengis á lokahringnum, sem spilaður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2012 | 01:00

PGA: Furyk og Goosen leiða fyrir lokahringinn á Transitions – hápunktar og högg 3. dags

Það eru gömlu golfhetjurnar Jim Furyk og Retief Goosen, sem eru komnar í forystu á Transitions Championship. Báðir eru búnir að spila á -11 undir pari samtals, samtals 202 höggum Furyk (66 70 66) og Goosen (69 68 65).  Goosen vonast með sigri til þess að tryggja sér farmiða á The Masters risamótið, sem fram fer á Augusta National í byrjun næsta mánaðar. Aðeins 1 höggi á eftir í þriðja sætinu eru þeir Jason Dufner, sem leiddi í gær og nýliðinn á PGA Sang-Moon Bae frá Suður-Kóreu á -10 undir pari. Í 5. sæti eru Bandaríkjamennirnir Ken Duke og John Mallinger á -9 undir pari samtals og síðan í 7. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2012 | 18:30

Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (4. grein af 20) – Valentine Derrey

Franska stúlkan Valentine Derry fær sérstaka grein um sig vegna þess að hún lenti ein í 33. sæti Q-school LPGA í desember s.l. í von um að hljóta aukinn keppnisrétt, en hún var þegar búin að hljóta nokkurn keppnisrétt í gegnum Symetra túrinn, sem hún spilaði á 2011.  Valentine fæddist 13. júní 1987 í París, Frakklandi og er því 24 ára.  Hún byrjaði að spila golf 7 ára. Derrey spilaði í bandaríska háskólagolfinu með Texas Christian University (TCU) þar sem hún varð 11 sinnum meðal 10 efstu, þ.á.m. sigraði hún einu sinni. Hún var í 9 ár hluti af franska golflandsliðinu (2001-2009); hún er þrefaldur sigurvegari French Junior Championship (2001, 2004, 2005) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2012 | 16:45

Evróputúrinn: Edoardo de la Riva leiðir enn eftir 3. dag Open de Andalucia

Það er Edoardo de la Riva sem er í forystu eftir 3. dag Open de Andalucia Costa Del Sol.  Edoardo er búinn að spila á samtals -12 undir pari, samtals 204 höggum (67 69 68). Í 2. sæti eru Englendingurinn Simon Khan, sem lauk leik í dag á -11 undir pari, samtals 205 höggum (70 69 66) og ítalski táningurinn Matteo Manassero (64 73 68). Fjórða sætinu deila Hennie Otto frá Suður-Afríku, gestgjafi mótsins Miguel Angel Jiménez frá Spáni og Englendingurinn David Lynn, en allir eru þeir búnir að spila á -10 undir pari, 206 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Open de Andalucia smellið HÉR: