Ingunn Gunnarsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2012 | 01:50

Bandaríska háskólagolfið: Furman háskóli Ingunnar Gunnars er í 9. sæti á 2012 Clover Cup eftir 2. dag

Ingunn Gunnarsdóttir og lið Furman háskóla eru meðal keppenda á 2012 Clover Cup, sem haldinn er í Longbow Golf Club í Mesa Arizona. Þátttakendur eru 71 frá 12 háskólum.

Ingunn spilaði 1. hringinn á 78 höggum og taldi skor hennar á 1. hring. Eftir 1. hring var Ingunn T-46. Furman háskóli var  í 4. sæti eftir 1. hring.

Í gær spilaði Ingunn á 85  höggum og er því samtals búin að spila á +19 yfir pari,  163 höggum ( 78 85 ) og er í 61. sæti eftir 2. hring.  Eftir 2. hring er Furman  í 9. sæti.

Golf 1 óskar Ingunni og liði Furman góðs gengis á lokahringnum, sem spilaður verður í dag!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. hring á 2012 Clover Cup smellið HÉR: