Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2012 | 20:00

Golfvellir á Spáni: í Cádiz nr. 10 – Vista Hermosa Club de Golf

Vista Hermosa golfvöllurinn er bara 9 holu golfvöllur og e.t.v. ekki 1. val Íslendinga eða annarra sem leggja leið sína til Spánar til að spila golf. En golfvöllurinn er eins og nafnið bendir til gullfallegur (hermosa á spænsku þýðir fallegur). Klúbbhúsið í Vista Hermosa er fallegt, sem og allt umhverfið í kringum það. Þeir sem búnir eru að fara 5-6 sinnum á sömu staðina verða ekki sviknir af þeirri tilbreytingu sem Vista Hermosa býður upp á og reyndar bara út af fyrir sig er þessi litli völlur upplifun, en til stendur að bæta öðrum 9 holum við. Brautirnar á Vista Hermosa eru þröngar og það er e.t.v. Levante-„vindurinn“ sem pirrar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2012 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (5. grein af 20) – Thidapa Suwannapura – Mitsuki Katahira – Patcharajutar Kongkraphan og Mi Hyang Lee

Hér verða í dag kynntar þær 4 stúlkur sem deildu 29. sæti á lokaúrtökumóti Q-school LPGA.  Þær eru eftirfarandi: T29 T34 Mi Hyang Lee -1  F 6 76 72 75 72 71 366 T29 T29 Patcharajutar Kongkraphan E  F 6 74 73 72 75 72 366 21 – 30 (Priority List Category 16) T29 T19 Mitsuki Katahira 1  F 6 70 76 73 74 73 366 T29 T11 Thidapa Suwannapura 3  F 6 68 80 68 75 75 366 Eins og sést á töflunni hér fyrir ofan fengu þær Lee og Kongkraphan aukinn keppnisrétt en þær Katahira og Suwannapura sem eru Priority list 20, sem hlýtur minnsta spilaréttinn. Það sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2012 | 16:00

TaylorMade kaupir Adams fyrir $ 70 milljónir

The Adidas Group, sem er móðurfyrirtæki TaylorMade-Adidas Golf, tilkynnti í dag (19. mars 2012) að náðst hefðu samningar um kaup á Adams Golf fyrir u.þ.b. $70 milljónir. Á tímum fyrirtækjasamruna, þá hefir Adams farið á sveig við venju undanfarinna ára og vaxið stöðugt sem sjálfstæður, meðal-stór kylfuframleiðandi. En hlutabréfaverð fyrirtækisins endurspeglaði  eiginlega ekki árangur fyrirtækisins og það leiddi til þess að forstjórar fyrirtækisins báðu Morgan Stanley um að koma með tillögur um aðrar strategískar lausnir, þ.á.m. sölu fyrirtækisins. Varðandi mögulegan kaupanda var nafn Adidas lengi á sveimi. Þeir sem fylgjast með markaðnum hafa gert því í skóna að Adams, sem á sér fylgjendur meðal eldri kylfinga og er þekkt fyrir að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2012 | 15:20

Evróputúrinn: Edoardo Molinari gengst undir uppskurð á úlnlið

Edoardo Molinari hefir á dagskrá að leggja vinstri úlnlið sinn undir hnífinn seinna á árinu. Molinari sagði eftir að hafa lokið leik T-11 á Andalucian Open í gær að hann hefði verið með úlnliðsmeiðsl í 4 ár. Ítalski Ryder Cup kylfingurinn (Edoardo Molinari) sagði að hann hefði upprunalega verið með sinabólku í úlnlið og hefði það eftir læknum eftir að hann sneri frá miðausturlöndum að hann væri með brjósk, sem þyrfti að fjarlægja. Molinari fékk tvær kortisón sprautur og spilaði með úlnliðinn „teipaðan“ á Spáni. Hann vonast til að geta haldið áfram að spila og áætlar að fara í aðgerð í kringum september. Heimild: PGA Tour.

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachman – 19. mars 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Guðrún Kristín Bachman, GR. Guðrún Kristín er fædd 19. mars 1953 og er því 59 ára í dag. Guðrún Kristín tók þátt í nokkrum opnum golfmótum á síðasta ári með góðum árangri.  Þannig var Guðrún Kristín m.a. í 3. sæti í Vetrarmóti GS  13. nóvember s.l. með 40 glæsilega punkta í móti þar sem þátt tóku um 100 manns, en þar af voru kvenþátttakendur 5. Guðrún Kristín er gift Pétri Georg Guðmundssyni. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  John Henry Taylor, 19. mars 1871;  Gay Brewer, 19. mars 1932 – 31. ágúst 2007; Gay Robert Brewer, f. 19. mars 1932 (80 ára stórafmæli!!!; Paul Devenport, 19. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2012 | 10:00

Evróputúrinn: Julien Quesne jafnaði vallarmet á Aloha og sigraði Open de Andalucia – fylgdist allan tímann með skori keppinautanna

Frakkinn Julien Quesne, sem vann sinn 1. sigur á Evróputúrnum þegar hann vann Open de Andalucia fylgdist allan tímann með skori keppinauta sinna s.s. fram kemur í stuttu viðtali við Julien eftir sigurinn, sem sjá má HÉR:  Julien jafnaði vallarmetið upp á 64 högg, sem ítalski strákurinn Matteo Manassero var búinn að setja fyrr í vikunni en Manassero var meira og minna búinn að vera í forystu allt mótið. Það er algerlega ótrúlegt hversu fullorðinslegur Manassero er en hafa ber í huga að hann er aðeins 18 ára hér í þessu viðtali sem tekið var við hann fyrir lokahringinn. Sjá HÉR:  Í viðtalinu við Manassero kom m.a. fram að Aloha Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2012 | 06:00

LPGA: Yani Tseng sigraði á RR Donnelleys LPGA Founders Cup

Það var Yani Tseng sem stóð uppi sem sigurvegari á RR Donnelleys LPGA Founders Cup á Wildfire í Phoenix, Arizona. Þrátt fyrir miklar tafir á mótinu vegna storms og eldingaviðvaranna skorti ekkert á spennuna. „Ég er stolt af sjálfri mér,“ sagði Tseng. „Ég hékk inni á seinni 9.“ Jafnframt sagði hún að óveðurshlén hefðu gert sér gott því þá hefði gefist tími til að hvílast og fara yfir stöðuna og hugsa allt upp á nýtt. Yani spilaði lokahringinn við Na Yeon Choi og Ai Miyazato. „Hún er ótrúleg,” sagði Choi um Tseng. „Ég meina, hún spilar svo vel. Hún lítur aldrei út fyrir að vera taugaóstyrk eða undir álagi. Þannig að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2012 | 23:59

PGA: Luke Donald sigraði á Transitions Championship – kemst aftur í 1. sæti heimslistans

Það var Luke Donald sem stóð uppi sem sigurvegari á Transitions Championship eftir 4 manna umspil.  Eftir hefðbundnar 72 holur voru 4 jafnir á -13 undir pari: Luke Donald, Sang-Moon Bae, Jim Furyk og Robert Garrigus. Úrslitin réðust á 1. holu umspilsins þar sem Luke fékk fugl, sem hinum tókst ekki.  Með þessum sigri nær Luke aftur 1. sæti heimslistans á morgun. Ernie Els, sem reynir að komast inn á Masters spilaði frábært golf og var ásamt 3 öðrum aðeins 1 höggi frá því að komast í umspilið. Hann deildi 5. sæti á samtals -12 undir pari, samtals 272 höggum (70 67 68 67). Meiðsli sem hafa verið að há Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2012 | 18:00

Golfvellir á Spáni: í Cadíz nr. 9 – La Reserva

La Reserva golfklúbburinn og völlurinn er af sömu gæðagráðu og nágrannarnir: Sotogrande, Valderrama og San Roque, en af þessum lúxus-kvartett var Golf 1 bara búið að kynna Valderrama sjá HÉR: La Reserva er hannað af bandaríska golfvallarhönnuðinum Cabell B. Robinson og opnaði dyr sínar fyrir golfleik 2004. Þrátt fyrir að þetta sé ungur völlur gætu alþjóðleg mót með góðu móti verið haldin þar. Völlurinn er staðsettur milli tveggja dala sem eru eins og Y í laginu og þegar völlurinn var byggður voru allir runnar, tré og plöntur fjarlægðar og síðan endurgróðursettar. La Reserva er gríðarlega langur völlur um 7.400 yarda af öftustu teigum (6766 metra), en á móti kemur að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2012 | 17:15

Evróputúrinn: Julien Quesne með 1. sigur sinn á Evrópumótaröðinni

Það var Frakkinn  Julien Quesne sem vann á Open de Andalucia Costa del Sol og þar með 1. sigur sinn á Evrópumótaröðinni. Julien er fæddur 16. ágúst 1980 í Le Mans í Frakklandi og því 31 árs. Julien er búinn að vera atvinnumaður frá árinu 2003 og spilaði fyrst á Alps Tour. Síðan komst hann á Challenge Tour 2005, þar sem hann á að baki 2 sigra: í Trophée du Golf de Genève í Sviss á 29 ára afmælisdaginn 16. ágúst 2009 og síðan vann hann í fyrra á Allianz Open de Lyon. Alls hefir Julien sigrað 6 sinnum sem atvinnumaður. Open de Andalucia Costa del Sol er sem segir Lesa meira