„Wonder Girl: The Magnificent Sporting Life of Babe Didrikson Zaharias“ vann Herbert Warren Wind bókarverðlaunin 2011
Í viðurkenningarskyni fyrir golfbókmenntarafrek sitt, var Don Van Natta Jr. í gær útnefndur til Herbert Warren Wind bókarverðlaunanna fyrir árið 2011, sem bandaríska golfsambandið veitir, fyrir bók sína um einn helsta kvenskörung kvennagolfsins, Babe Didrikson Zaharias. Bók Van Natta heitir: “Wonder Girl: The Magnificent Sporting Life of Babe Didrikson Zaharias,” Babe Zaharias var með fjölhæfustu og hæfileikaríkustu bandarísku íþróttamönnum síns tíma; hún kom sér á framfæri í hjarta Texas en breytti ásýnd golfíþróttarinnar og Ólympíuleikanna og barði niður tálma (sem konum voru settir) bæði á golfvellinum og utan hans,“ sagði Robert Williams, safnstjóri bandaríska golfsambandsins. „Bók Don Van Natta er djúpstæð, heillandi endursögn af íþróttamennsku Babe, hugrekki hennar og ósigranleik, þar Lesa meira
LPGA: Yani Tseng enn í forystu eftir 2. dag á RR Donnelly LPGA Founders Cup
Það er nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Yani Tseng, frá Taiwan, sem heldur naumri forystu á 2. degi RR Donnelly LPGA Founders Cup í Wildfire Golf Club, í JW Marriott Desert Ridge Resort and Spa í Phoenix, Arizona. Yani spilaði á 70 höggum í dag og er samtals búin að spila á -9 undir pari, samtals 135 höggum (65 70). Mjög naumt er á munum því 2. sætinu deila 5 kylfingar þær: Mika og Ai Miyazato frá Japan, Meena Lee, IK Kim og Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu, sem allar eru aðeins 1 höggi á eftir Yani, búnar að spila samtals á -8 undir pari hver. Sjöunda sætinu deilir síðan hópur 6 sterkra Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Bobby Jones – 17. mars 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Bobby Jones. Fyrir daga Tiger Woods var Bobby Jones stærsta nafnið í golfinu. Hann er einn af þeim stórustu í golfinu! Bobby fæddist í Atlanta, Georgia 17. mars 1902 og eru því 110 ár liðin í dag frá fæðingu þessa mikla golfsnillings. Hann var verkfræðingur (sumar heimildir segja lögfræðingur), sem nam við Georgia Institute of Technology. Bobby dó 18. desember 1971. Bobby Jones er einn albesti áhugamaður í golfi sem nokkru sinni hefir verið uppi. Bobby er þekktastur fyrir þann mikla fjölda risamóta atvinnukylfinga, sem hann vann eða alls 7: Opna breska þrisvar sinnum árin 1926, 1927 og 1930 og Opna bandaríska 4 sinnum: 1923, 1926, 1929 Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra og San Francisco í 2. sæti á Bison Invitational
Fimmtudaginn s.l. hófst í bandaríska háskólagolfinu Bison Invitational í Palute Golf Resort, LasVegas, Nevada en mótið stendur dagana 15.-17. mars 2012. Palute golfvöllurinn er par-72, 6022 yarda (5.506 metra). Þetta er stórt mót, þátttakendur eru 105 frá 18 háskólum. Meðal þátttakenda er Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og lið hennar í University of San Francisco. Eygló Myrra deilir 25. sætinu eftir 2. hring ásamt 5 öðrum, er samtals á +17 yfir pari, 161 höggi (85 76) og er á þriðja lægsta skori liðs síns. Lið San Francisco er í 2. sæti á mótinu. Lokahringurinn verður spilaður í dag. Golf 1 óskar Eygló Myrru og San Francisco góðs gengis í dag! Til þess Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Lið Ingunnar Gunnars í 4. sæti á 2012 Clover Cup eftir 1. hring
Í dag hófst í Longbow Golf Club í Mesa Arizona, 2012 Clover Cup. Þátttakendur eru 71 frá 12 háskólum. Meðal keppenda er Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og Furman. Ingunn spilaði 1. hringinn á 78 höggum og telur skor hennar á 1. hring. Furman háskóli er í 4. sæti eftir 1. hring. Golf 1 óskar Ingunni og liði Furman góðs gengis á morgun! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring á 2012 Clover Cup smellið HÉR:
PGA: Jason Dufner leiðir þegar Transitions Championship er hálfnað
Það er Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner, sem leiðir á Transitions Championship á Copperhead golfvellinum í Innisbrook Resort í Flórída. Hann spilaði á 66 höggum í dag líkt og í gær og leiðir á -10 undir pari samtals eða 132 höggum. Á hringnum í dag spilaði hann skollafrítt og fékk 5 fugla. Í 2. sæti er forystumaður gærdagsins, Írinn og Íslandsfarinn, Pádraig Harrington, sem átti afleitan dag á vellinum í dag – eftir frábæran hring í gær upp á 61 högg var hann á 73 í dag – heilum 12 höggum meir en í gær. Hann deilir 2. sætinu með Bandaríkjamaninum William McGirt , sem spilaði líkt og Pádraig á -8 undir pari, Lesa meira
Smá föstudagsgolfgrín
Vonandi á þetta við um okkur öll! Allir kylfingar ættu að lifa og verða eins og þessi gamli maður! Í lok sunnudagsmessunnar spurði presturinn: „Hversu mörg ykkar hafa fyrirgefið skuldunautum ykkar?“ 80% lyftu upp hendi. Síðan endurtók presturinn spurninguna. Allir svöruðu í þetta sinn nema maður einn, forfallinn kylfingur, að nafni Walter Barnes, sem sást bara í messum þegar veður var vont. „Hr. Barnes, það er augljóslega ekki góður morgun til þess að vera í golfi. Það er gott að sjá þig hér. Ertu ekki til í að fyrirgefa óvinum þínum? „Ég á enga,“ svaraði Barnes önugur. „En herra Barnes, þetta er mjög óvenjulegt. Hversu gamall ertu?“ „98 ára“ Lesa meira
Evróputúrinn: Eduardo de la Riva leiðir þegar Open de Andalucia er hálfnað
Það er Spánverjinn Eduardo de la Riva sem vermir efsta sætið þegar Open de Andalucia er hálfnað. Eduardo er samtals búinn að spila á -8 undir pari, samtals 136 högg (67 69). Eduardo náði naumri forystu sinni þegar honum tókst að setja niður fuglapútt á erfiðu 18. holunni á Aloha golfvellinum. Öðru sætinu deila 5 góðir: Matteo Manassero sem var forystumaður gærdagsins en átti „afleitan“ hring í dag – munaði heilum 9 höggum frá hringnum í gær þ.e. hann spilaði á 73 höggum og er samtals búinn að spila á -7 undir pari (64 73); gestgjafinn Miguel Angel Jiménez (69 68), Spánverjinn Pablo Larrazábal (68 69); Damien McGraine frá Írlandi Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (3. grein af 20) – Birdie Kim – Carlota Ciganda – Izzy Beisiegel
Í gær voru 2 af þeim stúlkum kynntar sem urðu í 34. sæti á lokaúrtökumóti LPGA – Mariajo Uribe frá Kólombíu og Kirby Dreher frá Kanada. Í dag verða hinar 3 kynntar sem urðu í 34 sæti þ.e. Izzy Beisiegel frá Kanada, Carlotta Ciganda frá Ítalíu og Birdie Kim frá Bandaríkjunum. Byrjum á Birdie Kim Birdie Kim (á kóreönsku 김주연) (fædd Ju-Yun Kim) fæddist í Iksan Suður-Kóreu, 26. ágúst 1981 og er því 30 ára. Hún byrjaði að spila golf 11 ára og telur fjölskyldu sína hafa haft mest áhrif á feril sinn. Sem áhugamaður vann hún 19 mót í Kóreu og var í golflandsliði Kóreu. Hún gerðist atvinnumaður í Lesa meira
Golfbúnaður: Titleist Scotty Cameron Black Mist Select pútterar
Titleist Scotty Cameron 2012 Select Newport 2 pútter er einn af 12 nýjum gerðum Titleist púttera með Deep Milled kylfuandlits púttblaði og í dökkum „Black Mist“ lit. Newport gerð púttersins er snaggarlegur pútter, með nútíma höggblaði og háum táprófíl. Select 2012 módelið hefir svarta miðunarlínu og háls. Hann er úr Precision milled 303 ryðfríu stáli og 2012 tekur „concept-ið“ „visual flow“ (ísl.: sjáanlegt flæði) í nýjar víddir. Yfirborð púttershaussins hefir verið hannað til þess flæðið verði náttúrulegt, sem hefir í för með sér aukið sjálfstraust þegar púttið er tekið. Pútterinn er fáanlegur með 5 púttersblöðum, í tveimur gerðum kylfa, í 3 mismunandi lengdum og síðan tvennskonar lengdum púttera. Hægt er Lesa meira









