Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2012 | 16:45

Evróputúrinn: Edoardo de la Riva leiðir enn eftir 3. dag Open de Andalucia

Það er Edoardo de la Riva sem er í forystu eftir 3. dag Open de Andalucia Costa Del Sol.  Edoardo er búinn að spila á samtals -12 undir pari, samtals 204 höggum (67 69 68).

Í 2. sæti eru Englendingurinn Simon Khan, sem lauk leik í dag á -11 undir pari, samtals 205 höggum (70 69 66) og ítalski táningurinn Matteo Manassero (64 73 68).

Fjórða sætinu deila Hennie Otto frá Suður-Afríku, gestgjafi mótsins Miguel Angel Jiménez frá Spáni og Englendingurinn David Lynn, en allir eru þeir búnir að spila á -10 undir pari, 206 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Open de Andalucia smellið HÉR: