Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 18. 2012 | 02:00

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra og San Francisco í 2. sæti á Bison Invitational

Fimmtudaginn s.l. hófst í bandaríska háskólagolfinu Bison Invitational í Palute Golf Resort, LasVegas, Nevada en mótið stóð dagana 15.-17. mars 2012. Palute golfvöllurinn er par-72, 6022 yarda (5.506 metra). Þetta var stórt mót, þátttakendur voru 105 frá 18 háskólum.

Meðal þátttakenda er Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og lið hennar í University of San Francisco. Eftir 36 holur deildi Eygló Myrra 25. sætinu ásamt 5 öðrum, var á samtals á +17 yfir pari, 161 höggi (85 76) og var á þriðja lægsta skori liðs síns. Lið San Francisco varð í 2. sæti á mótinu.

Spila átti lokahring mótsins í gær en aðeins tókst að klára 4 holur þegar mótið var stöðvað vegna mikilla vinda á Snow Mountain golfvellinum. Vindurinn olli því að boltar hreyfðust og því var ákveðið að stöðva leik. Jafnframt var sú ákvörðun tekin að stytta mótið í 36 holu mót, þannig að staðan hér að ofan stendur og Eygló Myrra lauk því keppni í 25. sæti og University of San Fransisco varð í 2. sæti.

Til þess að sjá úrslitin á Bison Invitational smellið HÉR: