Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2012 | 20:10

Ernie Els vonsvikinn og reiður fyrir að hafa misst af tækifæri til sigurs á Transitions mótinu

Ernie Els er vonsvikinn og reiður eftir að hafa eyðilagt frábæran möguleika á að binda endi á sigurleysi sitt á Transitions Championship s.l. helgi, en finnst að hann geti enn hlotið þátttökurétt á U.S. Masters í næsta mánuði.

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum frá Suður-Afríku fékk skolla á síðustu 2 holurnar í Flórída og var aðeins 1 höggi frá því að vera með í 4 manna umspili sem Luke Donald vann síðan.

„Ég hef sagt það í gegnum feril minn að í hvert sinn sem ég tía upp spila ég til þess að sigra þannig að í hvert sinn sem ég fæ tækifæri til þess og tekst ekki ætlunarverkið þá er ég augljóslega vonsvikinn og reiður sjálfum mér,“ sagði hann á vefsíðu sinni, Sjá HÉR: 

„Þetta voru tilfinningar mínar sunnudagskvöldið. Það er enn sárt hvernig ég lauk mótinu en ég veit í hjarta mér hversu vel ég spilaði alla vikuna.“

Ernie Els hefir ekki sigrað síðan í 4 manna PGA Grand Slam í golfinu 2010 og hefir dottið niður í 62. sæti heimslistans og þarf að komast upp í 50. sæti fyrir The Masters, sem hefst 5.-8. apríl n.k.

Hinn 42 ára Ernie hefir ekki misst af opnunarmóti risamóts allra risamóti síðan 1993 (eða í 19 ár). Hann á enn eftir að vinna græna jakkann, en náði að komast næst því 200o og 2004.

„Ef þú hefðir boðið mér upp á skorið  70, 67, 68 og 67  og -12 undir pari þá myndi mér hafa líkað það,“ sagði Ernie.

„En ég missti púttið á 18. braut og …. það skilur eftir sig slæma tilfinningu. Þetta er erfitt en maður verður að líta yfir farinn veg og sjá það jákvæða.“

„Þetta var einn besti árangur minn á PGA Tour frá árinu 2010. Ég var að dræva vel, var inni á flötum á tilskyldum höggafjölda alla vikuna og fuglaskorið var gott.“

Ernie veit að hann þarfnast góðrar frammistöðu á  Arnold Palmer Invitational í Flórida og á the Houston Open strax þar á eftir til þess að komast á Masters.

„Ef ég á að tryggja þátttökuréttinn verð ég líklega að vinna eða komast mjög nálægt því í einu af næstum tveimur mótum mínum,“ sagði hann.

„Það góða er að ég fer í mótin vitandi að spil mitt er gott og á þeim stað sem það ætti að vera til að vera samkeppnishæfur  og vera meðal þeirra efstu og næsta sinnið vona ég að ég geti landað sigri.“