Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2012 | 23:30

Bandaríska háskólagolfið: Ragna Björk lauk leik í 22. sæti í C&F Bank Intercollegiate

Á Kingsmill Resort River golfvellinum í Williamsburg, Virginíu fór fram C&F Bank Intercollegiate. Mótið stóð dagana 18.-20. mars 2012 og þáttakendur voru 110 frá 21 háskóla.  Meðal þátttakenda var Ragna Björk Ólafsdóttir, GK og lið hennar St. Leo.  Ragna Björk vann m.a. það frækilega afrek í gær að fara holu í höggi, en draumahöggið sló hún á par-3 5. brautinni á Kingsmill á 2. hring sínum í mótinu.

Lokahringurinn var spilaður í kvöld. Ragna Björk lauk leik í 22. sæti, sem hún deildi með 2 öðrum. Hún var á samtals + 21 yfir pari, 234 höggum (77 78 79). Lið Rögnu Bjarkar, St. Leo er í 3. sæti af háskólaliðunum.

Til þess úrslitin á C&F Bank Intercollegiate smellið HÉR: