Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2012 | 07:15

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Finnbjörnsson á 71 höggi á Barton Intercollegiate

Daganna 18.-20. mars fer fram í Wilson, Norður-Karólínu  í 72 Country Club of Wilson, at Pizza Inn/Barton Intercollegiate mótið. Meðal þátttakanda eru Arnór Finnbjörnsson, GR, Íslandsmeistari í holukeppni 2011 og lið hans í Belmont Abbey.

Belmont Abbey liðið byrjaði vel, kom inn á skori upp á 297 högg eftir fyrsta hring, þar sem Arnór átti lægsta skor allra, -1 undir pari, 71 högg. Þetta er 3. besti árangur Arnórs á ferlinum. Arnór deilir 9. sætinu, sem stendur, ásamt öðrum.

Golf 1 óskar Arnóri og Belmont Abbey góðs gengis á lokahringnum, sem spilaður verður í dag!

Til þess að sjá grein um Arnór á íþróttasíðu Belmont Abbey smellið HÉR: