Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Charley Hull – 20. mars 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Charley Hull. Charley fæddist 20. mars 1996 og er því 16 ára í dag. Charley er einn efnilegasti kylfingur Bretlands. Hún komst í fréttirnar nú nýverið þar sem hún fær ekki að taka þátt í Curtis Cup í sumar vegna þess að hún þáði boð um að keppa á Kraft Nabisco risamótinu í lok þessa mánaðar og kemst þ.a.l. ekki á æfingu með liði Breta&Íra. Sjá nánar nýlega frétt Golf 1 þar um, smellið HÉR:

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Arjun Atwal, 20. mars 1973 (39 ára);  Sung Ah Yim (임성아), 20. mars 1984 (28 ára) … og …