
Hver er munurinn á PGA og LPGA í 5 atriðum? Brock Mackenzie bróðir Paige kitlar hláturtaugarnar!
Bandaríski LPGA kylfingurinn Paige Mackenzie er í uppáhaldi hjá mörgum. Á RR Donnelley LPGA Founders Cup, sem fram fór nú um helgina og nr. 1 í heiminum, Yani Tseng, sigraði svo eftirminnilega á, spilaði Paige m.a. og var með bróður sinn Brock, á pokanum.
Brock spilar á Nationwide Tour. Eftir að hafa verið kaddý systur sinnar taldi Brock sig hafa hlotið dýpri innsýn í hver munurinn á PGA og LPGA mótaröðunum væri. Hann tweetaði um atriðin 5, sem hann taldi skilja mótaraðirnar að og fer hér í lauslegri þýðingu (til að sjá upprunalega tweet Brock smellið HÉR:) Nokkrir kunnir tengdir golfinu tjá sig síðan um tweet Brock (m.a. golffréttapenninn Beth Ann Baldry og Christina Kim.) Munur á mótaröðunum fannst Brock einkum eftirtektarverður:
1) Þegar hann seildist ofan í pokann til að finna penna svo kvenkylfingurinn gæti skrifað eiginhandaáritanir og hann gerði sér grein fyrir að hann var með túrtappa í höndunum!
2) Á mótaröðum karla eru grúpíur sem karlkylfingarnir gamna sér með, á kvenmótaröðunum eru þeir kallaðir kaddýar? (Hmmm…. hvað er Brock að gefa í skyn hér – svolítið að skjóta sig í eiginn fót eða hvað?)
3) Kvenkylfingar eru oftar með „headcover“ á kylfunum sínum… sem er ekki auðvelt fyrir kaddýana…. þannig að Brock týndi nokkrum.
4) Hann sá þegar kvenkylfingur var að fara að slá boltann sinn að kaddýinn fór aftur fyrir hana til þess að „tékka á legu boltans“ … úr djúpri sandglompu
5) Þegar hann sá fleiri auglýsingar á pokum stelpnanna fyrir „Pure Silk shaving cream“ (raksápu) en Titleist…
Heimild: WUP
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða