Kristján Þór Einarsson, GK og Nicholls State. Mynd: heimasíða Nicholls State
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2012 | 23:45

Bandaríska háskólagolfið: Kristján Þór varð í 10. sæti á Carter Plantation Intercollegiate

Kristján Þór Einarsson, GK, varð  í 10. sæti á Carter Plantation Intercollegiate, sem fram fór á einkennisvelli David Toms, Carter Plantation Golf Course í Springfield, Louisiana. Golfvöllurinn er hluti af Louisiana Audubon Golf Trail.

Kristján spilaði á 223 höggum (70 75 78). Pétur Freyr Pétursson, GR varð í 47. sætinu á 244 höggum (84 76 84) og Andri Þór Björnsson, GR, varð í 50. sæti á 246 höggum (79 81 86).

Lið Nicholls State deildi 9. sæti ásamt Mc Neese State á samtals 946 höggum.

Til þess að sjá úrslitin á Carter Plantation mótinu smellið HÉR: