Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2012 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (6. grein af 20) – Jacqui Concolino

Hér á næstu 3 dögum verður fjallað um þær 9 stúlkur sem deildu 20. sæti á Q-school LPGA í desember s.l. Þær eru eftirfarandi:

T20 T19 Lizette Salas E  F 5 72 78 71 72 72 365
Top-20 (Priority List Category 11)
T20 T53 Danah Bordner -4  F 5 72 72 76 77 68 365
T20 T34 Veronica Felibert -2  F 5 76 73 74 72 70 365
T20 T29 Lacey Agnew -1  F 5 76 73 71 74 71 365
T20 T29 Sophia Sheridan -1  F 5 75 74 71 74 71 365
T20 T16 Min Seo Kwak 1  F 5 71 74 72 75 73 365
T20 T11 Stephanie Sherlock 2  F 5 73 72 72 74 74 365
T20 T11 Paola Moreno 2  F 5 73 71 72 75 74 365
T20 T8 Jacqui Concolino 4  F 5 70 72 71 76 76 365

Í dag verður byrjað að kynna Jacqui Concolino. Eins og sést á töflunni hér að ofan deildi hún 8. sætinu fyrir lokadaginn, en átti fremur slakan hring, 76 högg á lokahringnum og lenti í 20. sæti Q-school og lenti í Top-21-30 (Priority List Category 16), sem þýðir minni spilarétt á LPGA.  En… þetta var í fyrsta sinn sem Jacqui reyndi við að komast á LPGA í gegnum Q-school þannig að bara það að komast í gegn var frábært!

Jacqui Concolino fæddist þann 14. október 1987 og er því 24 ára.  Hún er dóttir Doreen og Robert  og á einn eldri bróður, Anthony.  Jacqui byrjaði að spila golf 12 ára og þakkar afa sínum að hafa kynnt sig fyrir golfíþróttinni og telur hann hafa haft mest áhrif á golfferil sinn.

Meðal áhugamála hennar er að horfa á Seinfeld, fara í ræktina, hlusta á tónlist, fara í hand- og fótsnyrtingu og ef hún mætti vera í einhverjum sjónvarpsþætti þá væri það Seinfeld vegna þess að sá þáttur sér fyrir endalausum hlátri og góðum stundum.

Sem áhugamaður varð hún í 2. sæti á AJGA mótinu:  Mizuno Junior í Chateau Elan. Jacqui vann til verðlauna á Bubba Conlee national Junior Golf Tournament 2004 og varð í 2. sæti á ríkismeistaramóti Flórída  (ens. Florida HS state championship.)

Jaqui spilaði golf með golfliði Vanderbilt háskóla í bandaríska háskólagolfinu  og árin 2006 og 2007 var hún First Team All-SEC selection og árið 2007 First Team All-American.  Hún gerðist síðan atvinnumaður 2009. Hún spilaði fyrstu 2 árin á minni mótaröðum m.a. vann hún 3 sinnum á Sun Coast Series í fyrra 2011.

Heimild: LPGA