Hver er kylfingurinn: Bubba Watson?
Hver er eiginlega Gerry „Bubba“ Watson? Eftir gærdaginn verður nafn hans að eilífu skráð í Masters sögubækur, þar sem hann vann Louis Oosthuizen í umspili á The Masters 2012 á 2. holu umspils þ.e. á 10. braut Augusta National, þar sem hann fékk par á par-4 Þetta er fyrsti sigur Bubba í risamóti, en besti árangur hans fram að þessu var 2. sætið á PGA Championship 2010. Bubba fæddist 5. nóvember 1978, í Bagdad, Flórída og er því 33 ára. Hann er 1,91 m á hæð og 82 kg. Hann spilar á PGA túrnum og er þekktur fyrir að vera einn af örvhentu kylfingum túrsins og eins er hann þekktur fyrir Lesa meira
Viðtalið: Bubba Watson eftir sigurinn á The Masters
„Draumur minn hefir aldrei náð svona langt þannig að ég get ekki sagt að þetta sé draumur sem rætist,“ sagði Bubba íklæddur Græna Jakkanum í viðtali eftir sigurinn, sem sjá má í heild með því að smella HÉR: „Ég veit ekki einu sinni hvað gerðist á seinni 9, ég veit að ég var með skolla á 12. braut og fékk 4 fugla í röð. Ég var taugaóstyrkur allan tímann, í hverju einasta höggi og pútti, ég lenti í trjánum í umspilinu, en tókst klikkað 2. högg sem ég sá fyrir mér og því sit ég hér í Græna Jakkanum og er að tala við ykkur.“ Bubba talaði um það hvað Lesa meira
The Masters 2012: Bubba Watson er sigurvegari á The Masters 2012
„Þetta mót svíkur aldrei“ sagði Árni Páll lýsandi The Masters á Stöð 2 Sport og má það til sanns vegar færa. Þvílíkt mót – þvílík flugeldasýning! Það byrjaði strax á 2. braut hjá Louis Oosthuizen þegar hann fékk albatross, þann fyrsta frá árinu 1994 og leit lengi vel út að hann myndi fara með sigur af hólmi. Eftir 72 holur var hins vegar allt í járnum. Báðir Louis Oosthuizen og Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson voru á sama skori; báðir á -10 undir pari samtals, þ.e. samtals 278 höggum, Bubba (69 71 70 68) og Louis (68 72 69 69). Því varð að koma til umspils milli Oosthuizen og Watson og það Lesa meira
The Masters 2012: Louis Oosthuizen leiðir eftir frábæran albatross á 2. braut Augusta National á lokahringnum – Myndskeið
Þegar þetta er ritað er Louis Oosthuizen, frá Suður-Afríku í forystu á lokahring Mastersmótsins. Honum tókst það ótrúlega … að fá ALBATROSS á par-5 2. brautina (Pink Dogwood)! Til þess að sjá albatross Oosthuizen á 2. braut Augusta National smellið HÉR: Takist Oosthuizen að sigra verður það 2. árið í röð sem kylfingur frá Suður-Afríku sigrar á mótinu en í fyrra vann Charl Schwartzel. Í lýsingu Golf 1 á 2. holunni, sem Oosthuizen fékk albatrossinn á segir eftirfarandi: „2. braut (Pink Dogwood), 575 yardar,(526 metrar) par-5: Trén til vinstri eru dauðagildra – þau kostuðu Pádraig Harringt0n skor upp á 9, árið 2009. Það ætti að vera hægt að vera inni í 2 höggum, Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn lauk leik í 7. sæti á Bryan National Collegiate
Í dag lauk Bryan National Collegiate mótinu í bandaríska háskólagolfinu. Spilað var á Bryan Park Players golfvellinum í Greensboro, Norður-Karólínu. Meðal þátttakenda voru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Berglind Björnsdóttir, báðar í GR, en Ólafía Þórunn í Wake Forest og Berglind í UNCG. Ólafía Þórunn lauk leik í 7. sæti sem hún deildi með Amöndu Strang frá Suður-Karólínu. Ólafía Þórunn spilaði á samtals +4 yfir pari, samtals 220 höggum (71 72 77). Ólafía Þórunn spilaði best af liði sínu; sú sem næst kom Marissa Dodd, varð T-9, á +5 yfir pari, samtals 221 höggi (73 76 72) og síðan kom Cheynne Woods, frænka Tigers, en hún varð T-13 á +6 yfir pari, samtals 222 höggum (75 Lesa meira
Gleðilega páska!
Golf 1 óskar kylfingum nær og fjær gleðilegra páska og margra skemmtilegra golfhringja í vor og á komandi sumri! Megið þið öll ná markmiðum ykkar! Jafnframt þakkar Golf 1 fyrir góðar viðtökur. Golf 1 hefir nú verið starfandi í 1/2 ár og á þeim tíma hafa 1800 golffréttir, bæði innlendar og erlendar birtst, bæði á ensku og íslensku, sem gerir að meðaltali tæplega 10 golffréttir á dag. Framundan er síðan spennandi golfsumar… Í dag, Páskadag, fer Golf 1 í páskafrí til frá 12:00 – 20:00 og birtast engar fréttir aftur fyrr en í kvöld. Gleðilega páska!
Afmæliskylfingur dagsins: Margrét Sigmundsdóttir – 8. apríl 2012
Það er Margrét Sigmundsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Margrét er fædd 8. apríl 1964. Hún er virk í félagsstarfi m.a. í kvennanefnd Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Margrét hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum með góðum árangri t.a.m. Art Deco 2011, þar sem hún var meðal efstu á 31 punkti hún var með 28 pkt. í Nurse Open 2011, en 9. júní 2006 sigraði hún það mót, sem þá var haldið á Bakkakotsvelli. Eins varð Margrét fyrst kvenna til þess að vinna Rauða Jakkann eftirsótta á Haukamótinu í ágúst 2009, en metþátttaka var í mótinu eða um 119 keppendur. Margrét varð í 1. sæti í punktakeppninni með 42 glæsilega punkta. Lesa meira
The Masters 2012: Tiger biðst afsökunar á kylfukastinu
Tiger Woods tókst ekki að færast upp skortöfluna í gær (á 3. hring The Masters 2012), en baðst afsökunar fyrir að hafa sparkað í kylfu sína, sem hann hefir verið gagnrýndur mjög fyrir. Tiger hóf leik 8 höggum á eftir forystumönnum 2. dags, en tókst ekki að mjókka muninn, eftir að hann lauk leik á 3. hring á pari, 72 höggum og er því samtals +3 yfir pari. En enn einu sinni fylgdist allur heimurinn með þegar Tiger tjáði ergelsi sitt yfir óstöðugum leik á Augusta National þegar hann sló kylfu sína í jörðina og skyldi eftir stórt kylfufar eftir að hafa „húkkað“ dræv sitt í trén á 13. Lesa meira
The Masters 2012: Sergio Garcia: „Ég er ekki nógu góður til að vinna risamót“
Þegar Sergio Garcia var kominn í gegnum niðurskurð á The Masters var hann spurður að því hvort Masters væri sísta risamótið sem hann myndi sigra. Svar hans: „Þetta er það mót sem mér hefir gengið verst á, líklega.“ A.m.k. á föstudag átti hann smá sjéns. Einum degi seinna með hring upp á 75, sem kom hún úr keppni um efsta sætið talaði Garcia við blaðamenn á Augusta National og sagði að hann sér finndist sem hann hefði ekki það sem þyrfti til að sigra á risamóti. „Ég er ekki nógu góður… ég hef ekki það sem ég þarfnast,“ sagði Garcia. „Á 13 árum (sem atvinnumaður) þá er niðurstaðan sú að Lesa meira
GS: Alfreð Brynar Kristinsson og Sigmundur V. Guðnason sigruðu á 2. móti Gullmótaraðar- innar
Í gær, laugardaginn 7. apríl 2012, fór fram 2. mótið í Gullmótaröð GS. Þátttakendur voru 88 og 84 luku leik. Spilaðar voru 18 holur og leikfyrirkomulag var höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Hæst gefið 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Glæsilegir verðlaun voru frá Ölgerðinni fyrir efsta sæti í höggleik án forgjafar og fyrir þrjú efstu sæti í punktakeppni með forgjöf. Auk þess voru veitt nándarverðlaun á 9 og 16 holu. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG var á besta skorinu – glæsilegum 73 höggum! Sigmundur V. Guðnason, GHG, og Daníel Einarsson, GHG, urðu efstir í punktakeppninni báðir á 36 punktum, en Sigmundur var með fleiri punkta á seinni 9 Lesa meira










