GG: Heimamenn – Kristinn Sörensen og Haraldur H Hjálmarsson sigruðu á Skálamóti II
Það voru 80 kylfingar sem tóku þátt í öðru Skálamóti Golfklúbbs Grindavíkur sem fram fór í gær, laugardaginn 7. apríl 2012, á Húsatóftavelli. Mikil þoka var á Húsatóftavelli í morgun og eftir hádegi fór að rigna sem gerði aðstæður nokkuð erfiðar. Völlurinn var engu að síður í afar góðu ásigkomulagi og hældu kylfingar vellinum hásterkt.
Í höggleik var það Kristin Sörensen úr GG sem fór með sigur af hólmi en hann lék á 75 höggum í dag eða fjórum höggum yfir pari. Halldór X Halldórsson úr GKB og Arnar Unnarsson úr GR urðu höggi þar á eftir.
Í punktakeppninni var það Haraldur H. Hjálmarsson sem sigraði en hann nældi sér í 38 punkta í dag. Vilhjálmur E. Birgisson úr GL var annar á sama punktafjölda og Birgir Mar Guðfinnsson úr GG var svo í þriðja sæti á 37 punktum. Nánari úrslit í mótinu má finna í mótaskrá á golf.is.
Úrslit í höggleik:
1. Kristinn Sörensen GG 75 +4
2. Halldór X Halldórsson GKB 76 +5
3. Arnar Unnarsson GR 76 +5
4. Hávarður Gunnarsson GG 78 +7
5. Birgir Mar Guðfinnsson GG 78 +7
Úrslit í punktakeppni:
1. Haraldur H Hjálmarsson GG 38
2. Vilhjálmur E Birgisson GL 38
3. Birgir Mar Guðfinnsson GG 37
4. Jón Kristján Ólason GR 36
5. Garðar Páll Vignisson GG 36
6. Marís Rúnar Gíslason GK 36
Nándarverðlaun:
8. hola: Guðmundur Pálsson GG, 1,06m
13. hola: Ari Magnússon GKG, 1,47m
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024