GG: Heimamenn – Kristinn Sörensen og Haraldur H Hjálmarsson sigruðu á Skálamóti II
Það voru 80 kylfingar sem tóku þátt í öðru Skálamóti Golfklúbbs Grindavíkur sem fram fór í gær, laugardaginn 7. apríl 2012, á Húsatóftavelli. Mikil þoka var á Húsatóftavelli í morgun og eftir hádegi fór að rigna sem gerði aðstæður nokkuð erfiðar. Völlurinn var engu að síður í afar góðu ásigkomulagi og hældu kylfingar vellinum hásterkt.
Í höggleik var það Kristin Sörensen úr GG sem fór með sigur af hólmi en hann lék á 75 höggum í dag eða fjórum höggum yfir pari. Halldór X Halldórsson úr GKB og Arnar Unnarsson úr GR urðu höggi þar á eftir.
Í punktakeppninni var það Haraldur H. Hjálmarsson sem sigraði en hann nældi sér í 38 punkta í dag. Vilhjálmur E. Birgisson úr GL var annar á sama punktafjölda og Birgir Mar Guðfinnsson úr GG var svo í þriðja sæti á 37 punktum. Nánari úrslit í mótinu má finna í mótaskrá á golf.is.
Úrslit í höggleik:
1. Kristinn Sörensen GG 75 +4
2. Halldór X Halldórsson GKB 76 +5
3. Arnar Unnarsson GR 76 +5
4. Hávarður Gunnarsson GG 78 +7
5. Birgir Mar Guðfinnsson GG 78 +7
Úrslit í punktakeppni:
1. Haraldur H Hjálmarsson GG 38
2. Vilhjálmur E Birgisson GL 38
3. Birgir Mar Guðfinnsson GG 37
4. Jón Kristján Ólason GR 36
5. Garðar Páll Vignisson GG 36
6. Marís Rúnar Gíslason GK 36
Nándarverðlaun:
8. hola: Guðmundur Pálsson GG, 1,06m
13. hola: Ari Magnússon GKG, 1,47m
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!
- janúar. 13. 2021 | 18:00 PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!
- janúar. 13. 2021 | 16:30 Áskorendamótaröð Evrópu: Mótum í S-Afríku frestað
- janúar. 13. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2020
- janúar. 13. 2021 | 13:00 Evróputúrinn: Boðskortin á Sádí International
- janúar. 13. 2021 | 10:00 Sonur Gary Player hvetur föður sinn til að skila Trump frelsisorðunni
- janúar. 13. 2021 | 08:00 Vegas með Covid
- janúar. 12. 2021 | 20:00 Paige Spiranac svarar fyrir sig