Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2012 | 07:00

GG: Heimamenn – Kristinn Sörensen og Haraldur H Hjálmarsson sigruðu á Skálamóti II

80 kylfingar léku í öðru Skálamóti GG

Það voru 80 kylfingar sem tóku þátt í öðru Skálamóti Golfklúbbs Grindavíkur sem fram fór í gær, laugardaginn 7. apríl 2012,  á Húsatóftavelli. Mikil þoka var á Húsatóftavelli í morgun og eftir hádegi fór að rigna sem gerði aðstæður nokkuð erfiðar. Völlurinn var engu að síður í afar góðu ásigkomulagi og hældu kylfingar vellinum hásterkt.

Í höggleik var það Kristin Sörensen úr GG sem fór með sigur af hólmi en hann lék á  75 höggum í dag eða fjórum höggum yfir pari. Halldór X Halldórsson úr GKB og  Arnar Unnarsson úr GR urðu höggi þar á eftir.

Í punktakeppninni var það Haraldur H. Hjálmarsson sem sigraði en hann nældi sér í 38 punkta í dag. Vilhjálmur E. Birgisson úr GL var annar á sama punktafjölda og  Birgir Mar Guðfinnsson úr GG var svo í þriðja sæti á 37 punktum. Nánari úrslit í  mótinu má finna í mótaskrá á golf.is.

Úrslit í höggleik:
1. Kristinn Sörensen GG 75 +4
2. Halldór X Halldórsson GKB 76 +5
3. Arnar Unnarsson GR 76 +5
4. Hávarður Gunnarsson GG 78 +7
5. Birgir Mar Guðfinnsson GG 78 +7

Úrslit í punktakeppni:
1. Haraldur H Hjálmarsson GG 38
2. Vilhjálmur E Birgisson GL 38
3. Birgir Mar Guðfinnsson GG 37
4. Jón Kristján Ólason GR 36
5. Garðar Páll Vignisson GG 36
6. Marís Rúnar Gíslason GK     36

Nándarverðlaun:
8. hola: Guðmundur Pálsson GG, 1,06m
13. hola: Ari Magnússon GKG, 1,47m