Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2012 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn í 5. sæti á Bryan National Collegiate eftir 2. dag

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lauk nú fyrir skemmstu við að spila 2. hring á Bryan National Collegiate mótinu. Hún er samtals búin að spila á -1 undir pari, samtals 143 höggum (71 72).  Frábær árangur hjá Ólafíu Þórunni!

Ólafía Þórunn deilir 5. sætinu með Fanny Knops, liðsfélaga Berglindar Björnsdóttur, GR, sem líka spilar á mótinu. Reyndar er University of North-Carolina, skóli Berglindar, gestgjafi mótsins.

Berglindi gekk ekki samkvæmt vonum í dag; er T-87, búin að spila á +21 yfir pari, samtals á 165 höggum (79 86).

Wake Forest er í 7. sæti og UNCG í 12. sæti.

Golf 1 óskar Ólafíu Þórunni og Berglindi góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Bryan National Collegiate smellið HÉR: