GÞH: Björn Pálsson og Sigurpáll Geir Sveinsson sigruðu á Páskamóti Hellishóla – Myndasería
Það voru 29 manns sem luku leik í Páskamóti Hellishóla í Fljótshlíðinni í dag. Þverárvöllurinn að Hellishólum er einhver best geymda perla í íslenskri golfvallarflóru – gríðarlega krefjandi og fallegur 18 holu golfvöllur, þar sem einkum reynir á staðsetningargolf og vatn kemur mikið við sögu.
Svo skemmtilega vill til að hlaðan að Hellishólum er beint fyrir aftan 1. teig og ekki á hverjum degi sem hægt er að fara og sjá kindur komnar að burði, galandi hana og hænur, áður en haldið er á 1. teig! Vorið greinilega á næsta leyti.
Stefán Stefánsson, meistaramatreiðslumaður ætlar að sjá um veitingar á Hellishólum í sumar, en Stefán var áður m.a. á Potturinn & Pannan og Rauðará Steikarhús og fleiri vinsælum veitingastöðum og gúlasssúpan sem boðið var upp á fyrir mót, nýbökuð rúnnstykkin og meðlætið fyrsta flokks og gerist ekki betra.
Keppnifyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf og urðu tveir efstir með 34 punkta Björn Pálsson, GÞH og Gísli Sveinbergsson, GK, Íslandsmeistari í holukeppni í flokki 14 ára og yngri 2011. Björn hlaut 1. sætið, þar sem hann hafði fleiri punkta á seinni 9.
Í 3. sæti varð golfkennarinn góðkunni og formaður PGA á Íslandi, Sigurpáll Geir Sveinsson, sem einnig sigraði höggleikinn, spilaði á 71 höggi, sem er frábært skor sérstaklega miðað við aðstæður, en lágskýjað var og gekk á með rigningahriðjum.
Af konunum spilaði Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, best allra, var á 30 punktum.
Þverárvöllur er í frábæru standi, sérstaklega miðað við árstíð og eru flatir hraðar og fínar.
Sjá má myndaseríu úr mótinu hér: PÁSKAMÓT HELLISHÓLA – 7. APRÍL 2012
1 | Björn Pálsson | GÞH | 19 | F | 17 | 17 | 34 | 34 | 34 |
2 | Gísli Sveinbergsson | GK | 2 | F | 18 | 16 | 34 | 34 | 34 |
3 | Sigurpáll Geir Sveinsson | GK | -3 | F | 16 | 17 | 33 | 33 | 33 |
4 | Baldur Baldursson | GÞH | 2 | F | 16 | 16 | 32 | 32 | 32 |
5 | Særós Eva Óskarsdóttir | GKG | 6 | F | 15 | 15 | 30 | 30 | 30 |
6 | Ísak Jasonarson | GK | 2 | F | 16 | 14 | 30 | 30 | 30 |
7 | Gunnhildur Kristjánsdóttir | GKG | 8 | F | 13 | 16 | 29 | 29 | 29 |
8 | Rúnar Garðarsson | GOB | 23 | F | 18 | 11 | 29 | 29 | 29 |
9 | Hermundur Rósinkranz Sigurðsson | GSE | 11 | F | 12 | 13 | 25 | 25 | 25 |
10 | Víðir Jóhannsson | GÞH | 3 | F | 14 | 11 | 25 | 25 | 25 |
11 | Erlingur Snær Loftsson | GHR | 8 | F | 11 | 13 | 24 | 24 | 24 |
12 | Reynir Einarsson | GK | 17 | F | 11 | 11 | 22 | 22 | 22 |
13 | Magnús Guðmundsson | GR | 11 | F | 9 | 11 | 20 | 20 | 20 |
14 | Ólafur B Björnsson | GÞH | 24 | F | 11 | 9 | 20 | 20 | 20 |
15 | Páll Guðmundsson | GÞH | 8 | F | 13 | 7 | 20 | 20 | 20 |
16 | Herdís Hermannsdóttir | GSE | 18 | F | 6 | 13 | 19 | 19 | 19 |
17 | Hrefna Sigurðardóttir | GÞH | 28 | F | 10 | 9 | 19 | 19 | 19 |
18 | Margrét G Karlsdóttir | GK | 21 | F | 10 | 9 | 19 | 19 | 19 |
19 | Ragnar Borgþórsson | GÞH | 24 | F | 13 | 6 | 19 | 19 | 19 |
20 | Jóhann Björgvinsson | GÞH | 14 | F | 5 | 13 | 18 | 18 | 18 |
21 | Ólafur Jakob Lúðvíksson | GÞH | 17 | F | 10 | 8 | 18 | 18 | 18 |
22 | Elín Reynisdóttir | GSE | 24 | F | 7 | 10 | 17 | 17 | 17 |
23 | Sigurrós Kristinsdóttir | GÞH | 28 | F | 6 | 9 | 15 | 15 | 15 |
24 | Bríet Einarsdóttir | GK | 28 | F | 5 | 9 | 14 | 14 | 14 |
25 | Jóhann Þórir Gunnarsson | GSE | 21 | F | 6 | 8 | 14 | 14 | 14 |
26 | Indriði Kristinsson | GK | 18 | F | 8 | 6 | 14 | 14 | 14 |
27 | Steinunn Björg Ingvarsdóttir | GKG | 28 | F | 4 | 7 | 11 | 11 | 11 |
28 | Brynjar Einarsson | GKG | 15 | F | 7 | 4 | 11 | 11 | 11 |
29 | Ragnheiður Jónsdóttir | GK | 19 | F | 5 | 5 | 10 | 10 | 10 |
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024