Horft að Hellishólum af 1. flöt Þverárvallar. F.v.: Björn Pálsson, GÞH, sigurvegari punktakeppni Páskamóts Hellishóla 2012 (t.v.), Rúnar Garðarsson, GOB, (f.m) og Ólafur Jakob Lúðvíksson, GÞH, sigurvegari Páskamóts Hellishóla 2011. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2012 | 21:35

GÞH: Björn Pálsson og Sigurpáll Geir Sveinsson sigruðu á Páskamóti Hellishóla – Myndasería

Það voru 29 manns sem luku leik í Páskamóti Hellishóla í Fljótshlíðinni í dag. Þverárvöllurinn að Hellishólum er einhver best geymda perla í íslenskri golfvallarflóru – gríðarlega krefjandi og fallegur 18 holu golfvöllur, þar sem einkum reynir á staðsetningargolf og vatn kemur mikið við sögu.

Svo skemmtilega vill til að hlaðan að Hellishólum er beint fyrir aftan 1. teig og ekki á hverjum degi sem hægt er að fara og sjá kindur komnar að burði, galandi hana og hænur, áður en haldið er á 1. teig! Vorið greinilega á næsta leyti.

Víðir Jóhannsson, eigandi Hellishóla í leiðsögu um hlöðuna. Mynd: Golf 1.

Stefán Stefánsson, meistaramatreiðslumaður ætlar að sjá um veitingar á Hellishólum í sumar, en Stefán var áður m.a. á Potturinn & Pannan og Rauðará Steikarhús og fleiri vinsælum veitingastöðum og gúlasssúpan sem boðið var upp á fyrir mót, nýbökuð rúnnstykkin og meðlætið fyrsta flokks og gerist ekki betra.

Stefán Stefánsson við kræsingarnar góðu að Hellishólum. Mynd: Golf 1

Keppnifyrirkomulag var punktakeppni með forgjöf og urðu tveir efstir með 34 punkta Björn Pálsson, GÞH og Gísli Sveinbergsson, GK, Íslandsmeistari í holukeppni í flokki 14 ára og yngri 2011.  Björn hlaut 1. sætið, þar sem hann hafði fleiri punkta á seinni 9.

Ísak Jasonarson og Gísli Sveinbergsson, GK voru meðal keppenda á Hellishólum í dag. Mynd: Golf 1.

Í 3. sæti varð golfkennarinn  góðkunni og formaður PGA á Íslandi, Sigurpáll Geir Sveinsson, sem einnig sigraði höggleikinn, spilaði á 71 höggi, sem er frábært skor sérstaklega miðað við aðstæður, en lágskýjað var og gekk á með rigningahriðjum.

Sigurpáll Geir Sveinsson í boltaleit við 13. braut Þverárvallar í dag. Sigurpáll Geir var á besta skorinu. Mynd: Golf 1

Af konunum spilaði Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, best allra, var á 30 punktum.

Gunnhildur Kristjánsdóttir og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, voru með í Páskamóti Hellishóla í dag. Mynd: Golf 1.

Þverárvöllur er í frábæru standi, sérstaklega miðað við árstíð og eru flatir hraðar og fínar.

Sjá má myndaseríu úr mótinu hér: PÁSKAMÓT HELLISHÓLA – 7. APRÍL 2012

1 Björn Pálsson GÞH 19 F 17 17 34 34 34
2 Gísli Sveinbergsson GK 2 F 18 16 34 34 34
3 Sigurpáll Geir Sveinsson GK -3 F 16 17 33 33 33
4 Baldur Baldursson GÞH 2 F 16 16 32 32 32
5 Særós Eva Óskarsdóttir GKG 6 F 15 15 30 30 30
6 Ísak Jasonarson GK 2 F 16 14 30 30 30
7 Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 8 F 13 16 29 29 29
8 Rúnar Garðarsson GOB 23 F 18 11 29 29 29
9 Hermundur Rósinkranz Sigurðsson GSE 11 F 12 13 25 25 25
10 Víðir Jóhannsson GÞH 3 F 14 11 25 25 25
11 Erlingur Snær Loftsson GHR 8 F 11 13 24 24 24
12 Reynir Einarsson GK 17 F 11 11 22 22 22
13 Magnús Guðmundsson GR 11 F 9 11 20 20 20
14 Ólafur B Björnsson GÞH 24 F 11 9 20 20 20
15 Páll Guðmundsson GÞH 8 F 13 7 20 20 20
16 Herdís Hermannsdóttir GSE 18 F 6 13 19 19 19
17 Hrefna Sigurðardóttir GÞH 28 F 10 9 19 19 19
18 Margrét G Karlsdóttir GK 21 F 10 9 19 19 19
19 Ragnar Borgþórsson GÞH 24 F 13 6 19 19 19
20 Jóhann Björgvinsson GÞH 14 F 5 13 18 18 18
21 Ólafur Jakob Lúðvíksson GÞH 17 F 10 8 18 18 18
22 Elín Reynisdóttir GSE 24 F 7 10 17 17 17
23 Sigurrós Kristinsdóttir GÞH 28 F 6 9 15 15 15
24 Bríet Einarsdóttir GK 28 F 5 9 14 14 14
25 Jóhann Þórir Gunnarsson GSE 21 F 6 8 14 14 14
26 Indriði Kristinsson GK 18 F 8 6 14 14 14
27 Steinunn Björg Ingvarsdóttir GKG 28 F 4 7 11 11 11
28 Brynjar Einarsson GKG 15 F 7 4 11 11 11
29 Ragnheiður Jónsdóttir GK 19 F 5 5 10 10 10