Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2012 | 19:45

GMS: Úrslit í Páskaeggjamóti Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi

Í dag, laugardaginn 7. apríl 2012, var haldið páskaeggjamót Mostra í fínu veðri. Þátttakendur voru 17 og voru veitt verðlaun fyrir fyrsta sætið í karla og kvennflokki með og án forgjafar.

Sigurvegarar voru:

Margeir Ingi Rúnarsson, GMS. Mynd: Í einkaeigu.

Í karlaflokki án forgjafar Margeir Ingi Rúnarsson á 35 höggum og Ólafur Þorvaldsson á 34 höggum með forgjöf.

Í kvennflokki án forgjafar Helga Björg Marteinsdóttir á 51 höggi og Elísabet Valdimarsdóttir á 42 höggum með forgjöf.

Einnig var dregið úr skorkortum.