Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir – 14. apríl 2012
Það er Hlín Torfadóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hlín er fædd 14. apríl 1945. Hún er félagi í Golfklúbbi Dalvíkur. Hlín hefir tekið þátt í fjölmörgum opnum mótum um allt land og gengur yfirleitt vel. Hlín er virk í kórastarfi á Dalvík m.a. stjórnandi kirkjukórs Dalvíkurkirkju og Stærri-Árskógskirkju. Hér má komast á facebooksíðu afmæliskylfingsins: Hlin Torfadottir Aðrir frægir kylfingar: Roberto di Vicenzo, f. 14. apríl 1923 (argentínskur – 89 ára); Meg Mallon (fyrirliði Bandaríkjanna í Solheim Cup), 14. apríl 1963 (49 ára); Simon Wakefield, 14. apríl 1974 (spilar á European Tour og er 38 ára í dag)… og … Basicplus Mosfellsbæ Tískuverslun F. 14. apríl 1979 (33 ára) Spænski Lesa meira
Oosthuizen leiðir Maybank Malaysian Open eftir að lokið var við 2. hring í morgun
Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku lauk að spila 2. hring nú í morgun en fresta varð öllu spili í gær vegna úrhellisrigningar. Oosthuizen átti þá eftir að klára að spila 6 holur, sem hann gerði nú í morgun. Hann kláraði 2. hring á 68 höggum og er kominn með 1 höggs forystu í mótinu. Alls er Oosthuizen á -10 undir pari, 134 höggum (66 68) á Vesturvelli Kuala Lumpur Golf and Country Club. Hann sagði eftir að hafa lokið 2. hring: „Mér leið vel og hvíldist vel og leit vel í morgun og fór út á æfingasvæði og sló nokkra góða bolta. Flatirnar eru frábrugðnar þeim í Augusta, kornóttari (ens. grainy) og Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn var á 70 höggum á 1. hring ACC Women´s Golf Championship
Í Sedgefield Country Club í Norður-Karólínu fer dagana 13.-15. apríl fram ACC Women´s Golf Championship í bandaríska háskólagolfinu. Þátttakendur eru 45 frá 9 háskólum, þ.á.m. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og félagar hennar í liði Wake Forest. Ólafía Þórunn spilaði 1. hringinn í gær á -1 undir pari, 70 höggum, og deilir 2. sætinu ásamt tveimur kylfingum úr Duke, en Duke stelpurnar, þær Alejandra Congrejo (1. sæti) Lindy Duncan og Stacy Kim (2. sæti) röðuðu sér í efstu sætin. Liðsfélaga Ólafíu Þórunnar, Cheyenne Woods, frænku Tigers, gekk langt undir vonum, spilaði 1. hring á +5 yfir pari, 76 höggum. Lið Wake Forest er í 3. sæti. Sjá má myndskeið af viðtali við Lesa meira
PGA: Colt Knost leiðir þegar RBC Heritage er hálfnað
Það er Colt Knost, sem leiðir þegar RBC Heritage er hálfnað. Knost er búinn að spila á samtals -9 undir pari, samtals 133 höggum (67 66). Í 2. sæti er Svíinn Carl Petterson, 2 höggum á eftir Knost. Þriðja sætinu deila Boo Weekley og nýliðinn Harris English á -6 undir pari hvor og í 5. sætinu deila Chad Campbell og Robert Garrigus á -5 undir pari hvor. Þekkt nöfn sem ekki komust í gegnum niðurskurðinn eru m.a. Pádraig Harrington og Henrik Stenson, Ernie Els, Robert Karlson og Bill Haas. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á RBC Heritage smellið HÉR:
Darren Clarke í hnapphelduna að nýju
Kylfingurinn Darren Clarke kvæntist í 2. sinn í gær, Alison Campell, að viðstöddu fámenni á Bahamas eyjum. Darren, hinn 43 ára sigurvegari Opna breska 2011, kvæntist Alison, sem er 4 árum eldri en hann að viðstaddri nánustu fjölskyldu og vinum. Þeirra á meðal var Graeme McDowell með splunkunýja kærestu upp á arminn. Það var Graeme sem kynnti Darren fyrir Alison, fyrir 3 árum. Darren sagði að Alison hefði hjálpað honum að komast yfir sorgina eftir að fyrri kona hans, Heather dó úr krabbameini, 2006.
Tinna bætti sig um 2 högg á Dinard Ladies Open… en komst ekki gegnum niðurskurð
Tinna Jóhannsdóttir, GK, lauk við að spila 2. hringinn, í Dinard Ladies Open mótinu, sem er hluti LET Access mótaraðarinnar. Völlurinn er par-69 af kvennateigum, hannaður af Skotanum Tom Dunn og 2. elsti golfvöllur Frakklands. Klúbbhús golfklúbbsins í Saint Briac Sur Mer er hannað í flottum Art Deco stíl (svipað og margar byggingar á Miami! 🙂 ) Tinna spilaði í dag á 76 höggum, sem er +7 yfir pari en var +9 yfir pari í gær og því bætti hún sig um tvö högg milli daga… en komst ekki í gegnum niðurskurð. Hún lauk keppni T-77. Niðurskurður var miðaður við +5 og komust 28 stúlkur áfram á lokahringinn, sem spilaður Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (18. grein af 20) – Jennie Lee
Hér er komið að því að kynna stúlkuna sem varð í 3. sæti á lokaúrtökumóti Q-school LPGA, sem fram fór dagana 30. nóvember – 4. desember 2011, Jennie Lee. Jennie Lee fæddist 6. nóvember 1986 og er því 25 ára. Hún fæddist í Seúl, Suður-Kóreu en býr í Las Vegas. Foreldrar hennar eru Young Chun og Young Ran Lee.Hún er nafna Jenny Lee sem var fyrsta Women´s British Open risamótið, þegar það hóf göngu sína 1976. Jennie (sú sem verið er að kynna hér) byrjaði að spila golf 8 ára. Hún segist hafa byrjað í golfi vegna þess að hún elti bróður sinn, Daníel út á völl en segir þjálfara Lesa meira
Myndskeið: Kylfuberinn Kip Henley að kljást við krókódíl á RBC Heritage
PGA kylfingurinn Brian Gay hefir líklega aldrei séð golfkvikmyndina “Happy Gilmore” því hefði hann gert það hefði hann ekki þorað að slá bolta sinn eftir að 3 metra langur krókódíll hreyfði sig aðeins út í tjörnina við 15. braut. Krókódílaævintýrið átti sér stað á 1. hring RBC Heritage á PGA mótaröðinni í gær. Í Happy Gilmore, missir þjálfari Happy höndina eftir að krókódíll bítur hana af. Hér má sjá myndskeið sem sýnir Kip Henley, kylfubera Brian Gay kljást við krókódílinn, þ.e. reynir að stjaka honum burt frá golfbolta vinnuveitanda síns: KYLFUBERINN KIP HENLEY AÐ KLJÁST VIÐ KRÓKÓDÍL Á 15. BRAUT Á 1. HRING RBC HERITAGE: Þetta er svo langt umfram Lesa meira
Evróputúrinn: Jbe Kruger og Hennie Otto eru efstir á Maybank Malaysian Open eftir 2. dag
Það eru 3 Suður-Afríkumenn sem raða sér í efstu sætin á Maybank Malaysian Open. Í efsta sæti sem stendur eru Jbe Kruger og Hennie Otto báðir á -9 undir pari, samtals hver; báðir á samtals 135 höggum Kruger (70 65) og Otto (71 64). Í 2. sæti er síðan Albatrossmaðurinn frá Augusta, Louis Oosthuizen, aðeins höggi á eftir á -8 undir pari, en hann á eftir að spila 6 holur og hrifsar örugglega til sín efsta sætið á morgun þegar leik verður fram haldið. Málið er nefnilega að ekki tókst að klára 2. hring vegna storms. Fjórði Suður-Afríkumaðurinn, Charl Schwartzel á líka eftir að ljúka leik, á 6 holur óspilaðar en gekk ekki neitt sérlega vel í Lesa meira
Fjögur golfmót verða haldin nú um helgina sunnanlands
Fjögur golfmót verða haldin nú um helgina: 1. Á morgun, laugardaginn 14. apríl fer fram Vormót 1 hjá Golfklúbbi Sandgerðis. Sem stendur eru 31 skráðir í mótið og því mikið af lausum rástímum. Það er um að gera að draga fram golfsettið og skrá sig ! 2. Þriðja mótið í Gullmótaröð GS fer fram á morgun í Leirunni og er spilað um glaðninga frá Egils Gull. Um 109 eru skráðir í mótið. 3. Skálamót 3 verður haldið hjá GG, einnig laugardaginn 14. april og rennur ágóðinn af mótshaldinu til byggingar fyrirhugaðs nýs golfskála þeirra Grindvíkinga. 94 eru skráðir í mótið. 4. Nú á sunnudaginn 15. apríl er síðan innanfélagsmót hjá Lesa meira








