Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2012 | 23:25

PGA: Campell, Knost og Taylor deila 1. sætinu eftir 1. dag RBC Heritage

Chad Campell, Vaughn Taylor og Colt Knost (Knost er nýliði á PGA sjá kynningu Golf 1 á honum HÉR: ) deila 1. sæti eftir 1. dag RBC Heritage, sem á Harbour Town Golf linksaranum í Hilton Head, Suður-Karólínu í dag. Þeir spiluðu allir á -4 undir pari, 67 höggum.

Fjórða sætinu deila 4 kylfingar  Charlie Wi,  Harris English (nýliði isjá kynningu Golf1 á honum HÉR:) Matt Every og síðan Jim Furyk.  Allir spiluðu þeir á -3 undir pari, 68 höggum hver.

Aðeins munar 1 höggi á þeim 3 sem eru í 1. sæti og þeim 4 sem deila 4. sæti og má sjá á því hversu jafnt mótið er. Það er því spennandi mót framundan.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag RBC Heritage smellið HÉR: 

Til að sjá hápunkta 1. dags á RBC Heritage smellið HÉR: 

Til þess að sjá högg 1. dags á RBC Heritage, sem Vaughn Taylor átti  smellið HÉR: