Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2012 | 06:30

Afmæliskylfingur dagsins: Hannah Yun – 13. apríl 2012

Það er Hannah Yun sem er afmæliskylingur dagsins. Hannah er fædd 13. apríl 1992 og á því 20 ára afmæli í dag. Hannah er ein af nýliðum á LPGA mótaröðinni keppnistímabilið 2012  Hún byrjaði að spila golf 4 ára. Hún segir pabba sinn vera þann einstakling sem hafi haft mest áhrif á feril sinn. Hún á eina eldri systur, Catherine. Meðal áhugamála Hönnuh eru evrópskir sportbílar. Hannah komst á LPGA Tour í fyrstu tilraun sinni og er þegar búin að landa stórum styrktarsamningi… við TaylorMade.

Sem áhugamaður spilaði Hannah með golfliði University of Florida, þar sem hún var SEC All-Conference First Team selection árið 2008 og  NGCA All-American Honorable Mention selection 2008, og auk þess Golfweek First Team selection. Svo vann hún tvívegis á Suncoast Series Tour árið 2008.

Í apríl 2009 varð Hannah atvinnumaður í gofi.  Hún spilaði á Symetra Tour á árunum 2008-2011 þar sem besti árangur hennar var T-4 í Falls Auto Group Classic, 2009.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Charloette Cecilia Leitch, 13. apríl 1891–16.9.1977) Einn fremsti kvenkylfingur Breta;  Marilynn Smith, 13. apríl 1929 (83 ára);  Davis Love III, 13. apríl 1964 (48 ára);  Pelle Edberg, 13. apríl 1979 (33 ára) … og ….

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með stórafmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is