Afmæliskylfingur dagsins: Hannah Yun – 13. apríl 2012
Það er Hannah Yun sem er afmæliskylingur dagsins. Hannah er fædd 13. apríl 1992 og á því 20 ára afmæli í dag. Hannah er ein af nýliðum á LPGA mótaröðinni keppnistímabilið 2012 Hún byrjaði að spila golf 4 ára. Hún segir pabba sinn vera þann einstakling sem hafi haft mest áhrif á feril sinn. Hún á eina eldri systur, Catherine. Meðal áhugamála Hönnuh eru evrópskir sportbílar. Hannah komst á LPGA Tour í fyrstu tilraun sinni og er þegar búin að landa stórum styrktarsamningi… við TaylorMade.
Sem áhugamaður spilaði Hannah með golfliði University of Florida, þar sem hún var SEC All-Conference First Team selection árið 2008 og NGCA All-American Honorable Mention selection 2008, og auk þess Golfweek First Team selection. Svo vann hún tvívegis á Suncoast Series Tour árið 2008.
Í apríl 2009 varð Hannah atvinnumaður í gofi. Hún spilaði á Symetra Tour á árunum 2008-2011 þar sem besti árangur hennar var T-4 í Falls Auto Group Classic, 2009.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Charloette Cecilia Leitch, 13. apríl 1891–16.9.1977) Einn fremsti kvenkylfingur Breta; Marilynn Smith, 13. apríl 1929 (83 ára); Davis Love III, 13. apríl 1964 (48 ára); Pelle Edberg, 13. apríl 1979 (33 ára) … og ….
Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með stórafmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024