
Nýju stúlkurnar á LPGA 2012 (17. grein af 20) – Dori Carter
Nú er komið að því að kynna þá síðustu af 3 stúlkum sem deildu 4. sætinu á Q-school LPGA í desember á s.l. ári: Dori Carter. Hinar tvær, Jodi Ewart og Karlin Beck hafa þegar verið kynntar.
Dori Carter er fædd 3. febrúar 1987 og er því 25 ára. Hún er frá Valdosta í Georgíuríki í Bandaríkjunum.
Dori byrjaði að spila golf 8 ára. Hún segir foreldra sína vera þá aðila, sem haft hafa mest áhrif á golfferil hennar. Meðal áhugamála Dori er að spila á gítar, fylgjast með háskólaíþróttunum í Bandaríkjunum og horfa á kvikmyndir.
Sem áhugamaður tók Dori þátt í U.S. Women’s Open Championship risamótinu árið 2005 og árið 2009 var hún sigurvegari á USGA State Team Championship. Hún spilaði golf með golfliði University of Mississippi, þar var Carter tvívegis All-SEC First-Team selection (2008, 2009), Golfweek All-American árið 2009 og NCAA All-American, árið 2008.
Árið 2012 gerðist Dori Carter atvinnumaður í golfi. Hún komst strax á Symetra Tour þar sem hún vann Pennsylvania Classic 2010. Hún komst síðan seinna það ár strax á LPGA í fyrstu tilraun. Keppnistímabilið 2011 var henni þó ekki gott á LPGA, besti árangur hennar þar var T-47 árangur á Avnet LPGA Classic. Með þátttöku sinni í Q-school heldur Dori kortinu sínu eitt keppnistímabil enn.
Til þess að komast á heimasíðu Dori smellið HÉR:
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023