Neðri deild bandaríkjaþings samþykkir að veita Jack Nicklaus – „Gullna Birninum“ gullnu medalíuna!
Neðri deild Bandaríkjaþings hefir samþykkt að veita golfgoðsögninni Jack Nicklaus Gullnu Medalíu Bandaríkjaþings (ens.: Congressional Gold Medal). Í ræðum á þinginu var Nicklaus hylltur fyrir golfafrek sín, þ.m.t. sigra á 18 risamótum m.a. fyrir ötula vinnu að mannúðar- og mannréttindamálum. Jack Nicklaus er m.a. í forsvari fyrir Nicklaus Children’s Health Care Foundation og hefir látið af hendi meira en $12 milljónir (u.þ.b 250 milljónir íslenskra króna) til styrktar heilbrigðismálum barna. Gullna Medalía Bandaríkjaþings (ens. The Congressional Gold Meda) er veitt hermönnum sem skarað hafa fram úr, embættismönnum, íþróttafólki og listamönnum. Hún var síðast veitt árið 2010 og þá öldnum japansk-bandarískum hermönnum, sem þjónuðu landi og þjóð í 2. heimstyrkjöldinni. Það Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Helgi Ómar Pálsson – 17. apríl 2012
Það er Helgi Ómar Pálsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Helgi Ómar er fæddur 17. apríl 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag! Helgi Ómar býr á Akureyri og er kvæntur Þuríði Sigurðardóttur og á 2 börn og 1 barnabarn. Hægt er að komast á Facebook síðu afmæliskylfingsins hér fyrir neðan: Helgi Ómar Pálsson Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tandi Cunningham (suður-afrísk á LET varð T-2 á Lalla Meryem í Marokkó 25. mars 2012) og Ragna Björk Ólafsdóttir, 17. apríl 1989 (23 ára) … og … Eyjólfur Kristjánsson F. 17. apríl 1961 (51 árs) Zandra Davis F. 17. apríl Fjöður Handverk F. 17. apríl 1989 Lesa meira
Gunnarsson & Gunnarsson taka þátt í PGA 4Ball Club Trophy á Royal Waterloo í Belgíu
Gunnarsson&Gunnarssson, þ.e. bræðurnir Steinn Baugur og Nökkvi báðir úr NK eru skráðir til leiks í PGA 4Ball Club Trophy 2012 mótið, sem frem fer í Belgíu, 23. apríl n.k. . Nánar tiltekið er spilað á Royal Waterloo Golf Club í La Marache, Belgíu. Royal Waterloo golfklúbburinn var stofnaður 1923 í Rhode-Saint-Genèse og völlurinn hannaður af hinum fræga breska golfvallarhönnuði Frederick Hawtree. Komast má á heimasíðu Royal Waterloo HÉR: Keppnisformið á mótinu sem Steinn Baugur og Nökkvi taka þátt í er fjórbolti. Þeim var boðið í mótið þar sem þeir eru staddir á námskeiði á vegum Jim Hardy og Chris O’Connell, hjá Plane Truth Golf Instructions, en Nökkvi hefir um langt skeið Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ragna Björk í 32. sæti á SCC Championship og á 23 ára afmæli!
Á hinum glæsilega Concessions golfvelli í Bradenton, Flórída fer þessa dagana fram Sunshine State Conference Championship. Í mótinu taka þátt 44 kylfingar frá 9 háskólum, þ.á.m. Ragna Björk Ólafsdóttir, GK og liðsfélagar hennar í St. Leo. Þetta er tveggja daga mót frá 16.-17. apríl. Fyrstu 2 hringirnir í mótinu voru spilaðir í gær. Ragna Björk spilaði á samtals 177 höggum (92 85), en þess mætti geta að skor voru óvenju há í mótinu, enda völlurinn þrælerfiður. Völlurinn er hannaður af Jack Nicklaus í samstarfi við Tony Jacklin. Komast má á heimasíðu Concessions til þess að skoða þennan flotta völl með því að smella HÉR: Ragna Björk er í 32. sæti sem stendur Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra í 2. sæti á West Coast Conference Championship
Í San Juan Oaks Golf Club í Hollister, Kaliforníu fer nú fram West Coast Conference Championship og stendur í 3 daga þ.e. til 18. apríl 2012. Þátttakendur er 30 úr 6 háskólum. Meðal þátttakenda er Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og liðsfélagar hennar í University of San Francisco. Eygló Myrra spilaði á +3 yfir pari, 75 höggum í dag; fékk 3 fugla, 4 skolla og 1 slæman skramba á 15. braut. Lið University of San Francisco er 1. sæti af háskólaliðunum. Golf 1 óskar Eygló Myrru góðs gengis á morgun. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á West Coast Conference Championship smellið HÉR:
EPD: Stefán Már spilaði á 73 höggum – Þórður Rafn úr leik
Í dag var spilaður 2. hringur á Open Dar Es Salam í Marokkó. Stefán Már spilaði á 73 höggum í dag, á sléttu pari og bætti sig um 3 högg frá því í gær. Hann fékk 3 fugla og 3 skolla á hringnum. Samtals hefir Stefán Már spilað á +3 yfir pari samtals 149 höggum (76 73). Stefán Már bætti sig líka um 5 sæti fór úr T-23 sem hann var í, í gær í T-18. Þórður Rafn komst því miður ekki í gegnum niðurskurð en bætti sig líka í dag; var á 78 höggum í gær og á 76 í dag. Samtals spilaði Þórður Rafn á +8 yfir pari Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Björn Garðarsson – 16. apríl 2012
Það er Björn Garðarsson, GS, sem er afmæliskylfingur dagsins. Björn eða Bjössi Garðars eins og hann er nefndur er fæddur 16. apríl 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag! Björn er kvæntur Kristínu Jónsdóttur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér: Bjössi Garðars F. 16. apríl 1962 Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Charlotta Sörenstam (systir Anniku), 16. apríl 1973 (39 ára); Mark Haastrup, 16. apríl 1984 (28 ára); Michael Thompson, 16. apríl 1985 (27 ára – hann leiddi m.a. fyrir lokadag McGladreys mótsins í október 2011) …. og …. Oli Magnusson F. 16. apríl 1970 (42 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum Lesa meira
Rory aftur orðinn nr. 1 á heimslistanum
Rory McIlroy skaust upp fyrir Luke Donald á heimslistanum og er aftur orðinn besti kylfingur heims. Luke varð að vera meðal efstu 8 á RBC Heritage til þess að halda 1. sætinu á heimslistanum, en lauk leik T-37 og því varð hann að stíga niður af hásætinu fyrir Rory í annað sinn á þessu ári. Aðrar hreyfingar á topp-10 eru m.a. að Martin Kaymer fer upp um 1 sæti vegna góðrar frammistöðu á Maybank Malaysia Open (varð T-7). Louis Oosthuizen sem sigraði á Mayband Malaysia Open var í 19. sæti en fer upp um 7 vegna sigursins og er nú í 12. sæti heimslistans. Sigurvegari RBC Heritage, hinn sænski Carl Lesa meira
GK: Anna Sólveig, Hildur Rún, Saga Ísafold, Högna Kristbjörg, Guðrún Brá og Sara Margrét spila á Írlandi á Opna undir 18 ára mótinu
Á heimasíðu GK er eftirfarandi frétt: „Laugardaginn 21.apríl n.k. munu 6 stúlkur úr Golfklúbbnum Keili hefja leik á Opna Írska undir 18 (ára) stúlknamótinu. Stúlkurnar munu þar etja kappi við 70 stúlkur frá; Frakklandi, Skotlandi, Írlandi, Englandi, Svíþjóð, Þýskalandi og Noregi. Fyrirkomulag mótsins er þannig að á laugardeginum eru spilaðar 36 holur. Á sunnudeginu spila síðan þær 50 sem lægstu skori náðu á laugardeginum. Hluti af mótinu er jafnframt landskeppni þar sem 2 bestu skor hverrar 3 manna sveitar telja. Stúlkurnar; Anna Sólveig Snorradóttir, Hildur Rún Guðjónsdóttir, Saga Ísafold Arnarsdóttir,Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Sara Margrét Hinriksdóttir, hafa æft af kappi í vetur undir styrkri stjórn þjálfara sinna, Björgvins, Lesa meira
Ný námskeið að byrja hjá MPgolf! Byrjendanámskeið – Námskeið í stutta spilinu og Sveiflunámskeið fyrir sumarið!
Auglýsing frá Magnúsi, Phill, Andreu og Rögnvaldi hjá MPgolf: Nú ætlum við hjá MPgolf að bjóða upp á nokkur námskeið í byrjun golfvertíðarinnar. Námskeiðunum er ætlað að ná til sem flestra kylfinga og haft í huga að bjóða sem flesta möguleika í tímasetningum svo fleirri geti verið með. Hér fyrir neðan má kynna sér þessi námskeið. Byrjendanámskeið Fyrir byrjendur og líka þá sem vilja skerpa á undirstöðuatriðunum. Staðsetning: Urriðavöllur PGA Kennarar: Phill Hunter, Magnús Birgisson, Andrea Ásgrímsdóttir og Rögnvaldur Magnússon. Tími: Laugard 12. Maí, Sunnud 13. Maí Laugard 19. Maí, Sunnud 20. Maí KL: 10.00 – 11.00 Markmið: Nemendur læri grunnatriði golfsveiflunnar og geti í framhaldinu æft sig Lesa meira






