Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2012 | 15:00

Golfútbúnaður: Long Tom 2 brautartré frá Cobra – myndskeið

Cobra Long Tom 2 tréð er stórt 240cc brautartré, sem hægt er að slá ógnarlangt með. Kylfan er líka hönnuð með það í huga þ.e. að ná sem mestri lengd út úr hverju höggi.  Langi Tommi 12,5 gráðu er með 270 gramma 45 tommu léttu skafti og hefir hæsta lengdar/vigtar hlutfall allra brautartrjáa, sem Cobra hefir framleitt. Á títaníum kylfuhaus Long Tom er beitt E9 tækni Cobra, sem skapar 30% stærra „Sweet Zone“ og eins er ný nálgun viðhöfð á rúll-tækninni. Þetta er kylfa sem veldur því að þið verðið í eiflífri bið eftir að hollið á undan ykkur hverfi af flöt! Til þess að sjá kynningarmyndband um Long Tom 2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ólafur Hjörtur Ólafsson – 18. apríl 2012

Það er Ólafur Hjörtur Ólafsson, GA, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ólafur Hjörtur er fæddur 18. apríl 1972 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Ólafur Hjörtur starfar í lögreglunni á Akureyri. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins hér: Ólafur Hjörtur Ólafsson Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Anne-Marie Palli, 18. apríl 1955 (57 ára, frönsk, var á LPGA); David Wayne Edwards, 18. apríl 1956 (56 ára, var á PGA); Ian Doig, 18. apríl 1961 (51 árs, kanadískur); Jeff Cook, 18. apríl 1961 (51 árs) …. og ….. Jóhanna Þorleifsdóttir, GSS F. 18. apríl 1961 (51 árs) List Án Landamæra Listahátíð Ragnar Olafsson F. 18. apríl 1976 (36 ára) Þórey Petra Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2012 | 09:00

GA: Jaðarsvöllur kemur vel undan vetri

Á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar er eftirfarandi frétt: „Það styttist óðum í að tímabil okkar kylfinga hefjist af fullum krafti og má með sanni segja að Jaðarsvöllur komi vel undan vetri, sérstaklega ef miðað er við árið í fyrra. Sú vinna sem þá var ráðist í, auk hagstæðara veðurfars hafa orðið til þess að útlitið fyrir sumarið er mjög gott. Til upprifjunar birtum við tvær myndir af æfingaflötunum, en á þeim kemur glögglega í ljós munurinn á ástandi vallarins í ár miðað við í fyrra. Efri myndin var tekin á dögunum, en sú neðri er frá sama tíma í fyrra. Sjón er sögu ríkari. Jaðarsvöllur vor 2012 Jaðarinn vorið 2012 Jaðarsvöllur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2012 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Ragna Björk varð í 31. sæti á SSC Championship

Í gær lauk á  Concessions golfvellinum í Bradenton, Flórída Sunshine State Conference Championship. Í mótinu tóku þátt 44 kylfingar frá 9 háskólum, þ.á.m. Ragna Björk Ólafsdóttir, GK og liðsfélagar hennar í St. Leo. Þetta var tveggja daga mót frá 16.-17. apríl. Ragna Björk spilaði á samtals + 47 yfir pari, 263 höggum (92 85 86), en þess mætti geta að skor voru óvenju há í mótinu, enda völlurinn þrælerfiður. Völlurinn er hannaður af Jack Nicklaus í samstarfi við Tony Jacklin. Komast má á heimasíðu Concessions til þess að skoða þennan flotta völl með því að smella HÉR: Ragna Björk hækkaði sig um 1 sæti frá því í fyrradag var  í 32. sæti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2012 | 07:45

Lee Westwood gefur til góðgerðarmála í Indónesíu

Bubba Watson er örlátur kylfingur. Hann spilar með bleikum dræver en PING hefir þegar látið 10.000 dollara renna til góðgerðarverkefna Bubba  gegn því að hann spili með drævernum auk þess sem Bubba fær aukabónus (300 dollara) sem líka renna til góðgerðarmála fyrir hvert dræv yfir 300 yarda í PGA mótum. Bubba gaf  einnig nú á dögunum $ 100.000 til Tim Tebow Foundation (u.þ.b. 13 milljónir íslenskra króna), en Tim er hafnarboltamaður með Yankees. En það eru fleiri stórkylfingar en Bubba Watson, sem eru góðhjartaðir og gefa til góðgerðarmála.  Á  galadinner í Indónesíu í gær, sem haldinn var sem undanfari CIMB Niaga Indonesian Masters söfnuðu nr. 3 í heiminum Lee Westwood og stórkylfingarnir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2012 | 21:45

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra í 6. sæti eftir 2. dag á West Coast Conference Championship

Í dag var í San Juan Oaks Golf Club í Hollister, Kaliforníu spilaður 2. hringur á West Coast Conference Championship. Mótið stendur í  3 daga þ.e. til morgundagsins, 18. apríl 2012. Þátttakendur er 30 úr 6 háskólum. Meðal þátttakenda er Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og liðsfélagar hennar í University of San Francisco.  Eygló Myrra spilaði á +4 yfir pari í dag, þ.e. á  76 höggum, en hún fékk 6 skolla og 2 fugla.  Samtals er hún því búin að spila á +7 yfir pari, samtals 161 höggi  (75 76) og er sem stendur í 6. sæti. Lið University of San Francisco er 3. sæti af háskólaliðunum. Golf 1 óskar Eygló Myrru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2012 | 21:00

NÝTT!: Nýju strákarnir á Evrópumótaröðinni 2012

Golf 1 hefir í kvöld lokið við að kynna þær 40 stúlkur, sem eru „nýliðar“ nú í ár á LPGA mótaröðinni bandarísku. Mótið fór fram á Legends og Champions golfvöllunum í Flórída og lauk með að thaílensk stúlka Junthima Gulyanamitta stóð uppi sem sigurvegari. Þar áður hafa allir strákarnir sem eru nýliðar á bandaríska PGA 2012 verið kynntir.  Nú beinir Golf 1 sjónum sínum til Evrópu og nýliða á helstu 2 mótaröðum þar: Evrópumótaröð karla og LET (ens. Ladies European Tour).  Byrjað verður á strákunum. Á morgun birtist því fyrsta greinin um nýju strákana á Evrópumótaröðinni 2012, en 37 efstu á lokaúrtökumótinu, sem fram fór á PGA Catalunya golfvellinum á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2012 | 20:00

LET: Marina Eberl-Ellis um það hvernig gengur að sameina móðurhlutverkið og að vera atvinnukylfingur

Marina Eberl-Ellis er þýskur kylfingur, sem spilar á Evrópumótaröð kvenna LET (ens. Ladies European Tour). Hún spilar nú í fyrsta sinn á túrnum eftir fæðingarorlof sem hún tók eftir fæðingu fyrsta barnsins síns, dótturinnar Lindu í nóvember 2010. Martina hefir þrívegis sigrað á LET þ.e. vann Madrid Ladies Masters 2007,  BMW Italian Open 2008 og Nykredit Masters 2008 í Danmörku. Hér talar hún í stuttu viðtali um nýfengið hlutverk sitt, sem móður og hvernig það er að vera mamma lítillar dömu á túrnum. Hvernig tekst þér þetta að vera með ungt barn og spila á LET? Sem stendur skil ég hana eftir heima, vegna þess að hún getur farið á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2012 | 19:45

EPD: Stefán Már lauk leik í 24. sæti á Open Dar Es Salam mótinu í Marokkó

Stefán Már Stefánsson, GR, spilaði lokahringinn á 76 höggum á Open Dar Es Salam mótinu, sem lauk í Marokkó í dag. Á hringnum í dag var Stefán Már með 5 skolla og 2 fugla, en völlurinn var par-73. Samtals spilaði Stefán Már á +6 yfir pari, samtals 225 höggum (76 73 76). Stefán Már lauk leik T-24, þ.e. deildi 24. sætinu með 2 öðrum. Efstur í mótinu varð Skotinn David Law á samtals -3 undir pari, samtals 216 höggum (73 73 70). Til þess að sjá úrslitin í Open Dar Es Salam smellið HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2012 | 18:45

Nýju stúlkurnar á LPGA (20. grein af 20) – Junthima Gulyanamitta

Það var Junthima (Numa) Gulyanamitta sem sigraði á lokaúrtökumóti LPGA 2011, sem fram fór á Legends og Champions golfvöllunum í Flórída, dagana 30. nóvember – 4. desember 2011.  Hún er því síðasti nýliðinn á LPGA, sem kynnt verður hér á Golf 1 að sinni. Numa Gulyanamitta er thaílensk. Hún fæddist 12. nóvember 1988 og er því 23 ára. Foreldrar hennar eru Jumnuan og Rugee Gulyanamitta og hún á 3 systur Russamee, Thirapan og Jaruwan. Numa er frá Muang Rayong í Thaílandi. Numa byrjaði að spila golf  7 ára. Meðal áhugamála hennar eru að elda, að baka að hlusta á tónlist, að spila á píanó að spila körfubolta og synda.  Það sem hún hefir Lesa meira