Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2012 | 13:00

Rory aftur orðinn nr. 1 á heimslistanum

Rory McIlroy skaust upp fyrir Luke Donald á heimslistanum og er aftur orðinn besti kylfingur heims. Luke varð að vera meðal efstu 8 á RBC Heritage til þess að halda 1. sætinu á heimslistanum, en lauk leik T-37 og því varð hann að stíga niður af hásætinu fyrir Rory í annað sinn á þessu ári.

Aðrar hreyfingar á topp-10 eru m.a. að Martin Kaymer fer upp um 1 sæti vegna góðrar frammistöðu á Maybank Malaysia Open (varð T-7).

Louis Oosthuizen sem sigraði á Mayband Malaysia Open var í 19. sæti en fer upp um 7 vegna sigursins og er nú í 12. sæti heimslistans.

Sigurvegari RBC Heritage, hinn sænski Carl Pettersson, sem nýlega fékk bandarískan ríkisborgararétt bætti sig um 33 sæti og er nú kominn meðal 50 bestu kylfinga heims, sigur í 35. sæti heimslistans.

Til þess að sjá heimslistann í heild smellið HÉR: