Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2012 | 11:00

Gunnarsson & Gunnarsson taka þátt í PGA 4Ball Club Trophy á Royal Waterloo í Belgíu

Gunnarsson&Gunnarssson, þ.e. bræðurnir Steinn Baugur og Nökkvi báðir úr NK eru skráðir til leiks í PGA 4Ball Club Trophy 2012 mótið, sem frem fer í Belgíu, 23. apríl n.k. .

Nánar tiltekið er spilað á Royal Waterloo Golf Club í La Marache, Belgíu.  Royal Waterloo golfklúbburinn var stofnaður 1923 í Rhode-Saint-Genèse og völlurinn hannaður af hinum fræga breska golfvallarhönnuði Frederick Hawtree. Komast má á heimasíðu Royal Waterloo HÉR: 

Keppnisformið á mótinu sem Steinn Baugur og Nökkvi taka þátt í er fjórbolti. Þeim var boðið í mótið þar sem þeir eru staddir á námskeiði á vegum Jim Hardy og Chris O’Connell, hjá Plane Truth Golf Instructions, en Nökkvi hefir um langt skeið tileinkað sér golfkennsluaðferðir þeirra og nú er Steinn Baugur að taka fyrra stigið í golfkennslunni. Sjá um Plane Truth m.a. í skemmtilegu viðtali sem Golf 1 tók við Nökkva s.l. haust HÉR: 

Til þess að sjá allt nánar um mótið smellið HÉR: